Færsluflokkur: Bloggar

Ferðaþjónustan og Strætó

Fram að þessu hef ég ekki lagt orð í belg um Strætó bs., hvorki varðandi brotthvarf framkvæmdastjórans né heldur framkvæmd við breytingu á Ferðaþjónustu fatlaðra. Ég starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Strætó bs. frá stofnun 2001 fram í byrjun árs 2007, og tel mig því þekkja þessa starfsemi nokkuð vel frá fyrstu hendi. Gagnrýni á sannarlega rétt á sér í þessu máli öllu, og skiljanlegt er að fólki sé mikið niðri fyrir. Að mínu mati er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að gagnrýni sem byggist á stóryrðum og fullyrðingum sem e.t.v. eiga ekki við rök að styðjast er verst fyrir þjónustuna sjálfa og ekki síst skjólstæðinga hannar. Ég mundi fyrst af öllu fara varlega í stóryrði og fullyrðingar, frekar beina kröftunum að því að komast að raun um hvað hefur farið úrskeiðis og hvernig skuli fyrirbyggt að atvik sem það sem gerðist á miðvikudag geti endurtekið sig.

Ferðaþjónusta fatlaðra á sér langa og farsæla sögu innan SVR og síðar Strætó bs. Það er þvi ekki eins og þjónustan hafi fyrst núna verið fengin Strætó bs. til umjsónar. Upphafið má rekja til ársins 1978 þegar Kiwanis hreyfingin efndi til söfnunar fyrir sérútbúnum bíl til flutninga á fólki með fötlun. Fljótlega var síðan samið við Reykjavíkurborg, um að SVR sæi um aksturinn og starfsemina. Upp frá því var bílunum fjölgað, en þeir voru í eigu Reykjavíkurborgar, starfsfólkið voru starfsmenn SVR. Það fyrirkomulag færðist síðan yfir til Strætó bs. þegar byggðasamlagið var stofnað og SVR lagt niður. Þá hélst Strætó bs. áfram að aka skjólstæðingum Reykjavíkurborgar, en fyrirkomulag hinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu var óbreytt (það byggðast á samningum við verktaka).Um síðustu áramót tók svo í gildi nýtt fyrirkomulag þar sem framkvæmdin (aksturinn) á öllu höfuðborgarsvæðinu var boðin út. Öll aðildarsveitafélög Strætó bs. nema Kópavogur voru aðilar að þessu nýja fyrirkomulagi og ákveðið að verkið skyldi boðið út þannig að bílarnir yrðu í eigu verktaka og bílstjórarnir starfsmenn verktakafyrirtækisins. Að auki var samið við leigubílastöð um þann akstur sem ekki næst að sinna með flota verktakans, á sérstaklega við um þá notendur þjónustunnar sem ekki þurfa á sérútbúnum farartækjum að halda. Það fyrirkomulag hefur verið við líði hjá Ferðaþjónustu fatlaðara mörg undanfarin ár.

Það er auðvitað á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra Strætó bs. hvernig að þessari framkvæmd var staðið. Eftir á að hyggja tel ég að rangar ákvarðanir hafi verið teknar um framkvæmd breytingarinnar, enda ýmis gagnrýni komið fram þar að lútuandi. Það var ákveðið að ráðast í grundvallaruppstokkun á allri þjónustunni í einu lagi á efriðasta árstímanum. Fyrirtækið bar ekki gæfu til að nýta sér reynslu og þekkingu þeirra starfsmanna sem fyrir voru og þekktu m.a. sérþarfir skjólstæðinganna út og inn. Talsverð brögð voru víst að því að þær upplýsingar skiluðu sér seint og illa, og ekki nægjanlega nákvæmar. Það hlýtur að vera verðugt rannsóknarverkefni með hvaða hætti þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins stóð að þessari breytingu, hvernig hann hagaði samráði við það starfsfólk sem gleggst þekkti til starfseminnar og hvort hann hafi farið gegn ráðleggingum þeirra. Eftir á að hyggja hefði verið skyndsamlegt að innleiða fyrst hið nýja tölvukerfi með því starfsfólki sem til staðar var og hafði alla þekkinguna, áður en nokkuð annað var gert. Þegar sú breying væri gengin um garð væri eðlilegt næsta skref að bjóða aksturinn út og um leið tryggja hnökralausa yfirfærslu á þjónustunni frá Strætó bs. yfir til verktakans. 

Að lokum skulum við ekki gleyma því að megin tilgangur breytinganna á Ferðaþjónustunni um síðustu áramót var stórbætt þjónustustig, þ.e. að í stað þess að þurfa að panta ferð með sólarhrings fyrirvara má nú panta ferð með 2ja klukkustunda fyrirvara. Stöndum vörð um þessa mikilvægu þjónustu og köllum þá til ábyrgðar sem ábyrgðina bera. Ég er þeirrar skoðunar að það sé heppilegt fyrirkomulag að aðskila umsjón og umsýslu frá framkvæmdinni, með því móti er tryggt að hagkvæmustu lausnirnar fáist hverju sinni í útboði. Með því er ég ekki að segja að verðið eigi að troða niður í svaðið, þvert á móti á að skilgreina útboðskaupin á þann hátt að tryggt verði að þjónustan sem keypt er af verktaka fylgi verkferlum, standist gæðakröfur, gerð sé krafa um nauðsynlega þekkingu ökumanna gagnvart mismunandi þörfum skólstæðinganna o.s.frv. 


mbl.is Stúlkan sem sat ein í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valkostir í ferðamáta

Á baksíðu Morgunblaðsins mánudaginn 28. nóvember 2011 er viðtal við einstakling sem greinir frá því m.a. að fjölskyldan ákvað að selja báða heimilisbílana, kaupa metanknúinn bíl í staðinn auk þess sem sú ákvörðun var tekin á heimilinu að alla jafna skyldi ekki ekið á heimilisbílnum til og frá vinnu. Eftir breytinguna er eldsneytiskostnaður fjölskyldunnar á bilinnu 1.500 - 2.000 kr. á viku. Sá sem viðtalið er tekið við býr á Seltjarnarnesi og vinnur í Kringlunni sem verslunarstjóri í herrafataverslun. Vegalengdin í vinnuna er um 5,2 km. Eðli málsins samkvæmt þarf viðmælandinn að vera vel klæddur í vinnunni. Hann segir það alla jafna ekki vera neitt mál, nema t.d. ef mikið rignir því þá krumpist jakkafötin undir regngallanum. Þá daga tekur hann strætó í vinnuna.

Það er til marks um breytta tíma en þó einkum breytt viðhorf að lesa þetta viðtal. Fyrir örfáum árum hefði það nánast verið óhugsandi að einstaklingur í þeirri stöðu sem viðmælandinn er ásamt öðrum í sambærilegri aðstöðu hefðu valið að aka ekki á bílnum til og frá vinnu. "Maður þarf bara að taka ákvörðun um að bíllinn sé ekki til að fara í vinnuna" er haft eftir viðkomandi. Jafnframt segir hann á öðrum stað: "Ég er ekki grænn að eðlisfari en það er bara búið að ýta manni út í að vera umhverfisvænn". Þetta er einmitt mergurinn málsins. Það eru ytri aðstæður sem í þessu tilviki hafa fengið viðkomandi til að hugleiða aðra kosti en þá að nota einkabílinn til og frá vinnu.

Sá sem þetta ritar var framkvæmdastjóri Strætó bs á árunum 2001 - 2007. Ég hef áður sagt að meginvandi almenningssamgangna sé viðhorfið til þeirra. Með hækkandi eldsneytisverði og minni kaupmátt er ljóst að mörgum verður ljóst að valkostir eru fleiri en einkabíllinn þegar kemur að vali ferðamáta. Nær allir þessara valkosta eiga það sameiginlegt að vera margfalt ódýrari en notkun einkabílsins.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu greiða umtalsverða fjármuni með rekstri Strætó bs. Líklegast er einhver besta fjárfesting þessara sveitarfélaga að verja auknum fjármunum til eflingar almenningssamgangna, samhliða öðrum aðgerðum sem ýta undir aukna notkun annara ferðamáta en einkabílsins. Þar má nefna m.a. aukinn forgang í umferðinni fyrir strætó (sérakreinar, ljósastýrðan forgang, götur eingöngu fyrir strætó o.s.frv.), verðlagningu bílastæða ásamt ýmsu öðru. Um leið og notkun strætó eykst hækka fargjaldatekjurnar og þörfin á opinberu framlagi minnkar smátt og smátt.

Fyrirtæki og vinnustaðir gera rétt í því að örva starfsfólk sitt til að velja aðra samgöngumáta en einkabílinn. Ávinningurinn er margvíslegur. Ekki þarf að útvega jafnmörg bílastæði og ella, með því móti sparast fjárfesting í bílastæðum og kostnaður við að reka þau þegar til lengri tíma er litið. Með því að hvetja starfsfólk sitt til vistvænni samgangna leggja fyrirtækið sitt að mörkum í viðleitninni til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Síðast en ekki síst leiðir aukin hreyfing (hvort heldur er með því að ganga til og frá biðstöð eða með hjólreiðum) til bættrar heilsu og aukinnar vellíðan. Bætt heilsufar almennt er fljótt að skila sér í meiri vellíðan og ánægðari einstaklingum sem verða um leið betri og jákvæðari starfsmenn.


Menningartengd ferðaþjónusta

Það er áhugavert að fylgjast með hvernig kynslóð ungra listamanna geysist óhrædd fram á völlinn og vílar ekkert fyrir sér þegar kemur að vali viðfangsefna. Gjörningur Ragnars Kjartanssonar í New York er gott dæmi um áræði og þor. Á sama hátt má segja að tilkoma Hörpu opni fyrir algjörlega nýjar víddir hvað varðar menningartengda þjónustu, enda kemur það á daginn að fjölmargir erlendir ferðamenn líta á það sem áhugaverðan valkost að sækja þangað tónlistarviðburð af einhverju tagi.

Gagnrýnandi tímaritsins New York Magazie lofar gjörning Ragnars í hástert og klikkir út með því að hann verði að komast til Íslands. Mikilvægi menningar og lista er ótvírætt - ekki síst fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.


mbl.is Ég verð að komast til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þröngsýnir unggæðingar

Það er með ólíkindum hversu þröngsýnir hinir ungu sjálfstæðismenn eru gagnvart Hörpu. Eins og venjulega þegar eitthvað er gert á vegum hins opinbera rísa þeir upp á afturlappirnar og gjamma einhver ósköp. Harpa er líklegast mesta og besta þjóðþrifamál sem komist hefur til framkvæmda hin síðari ár. Ekki skemmir fyrir að í tengslum við hina glæsilegu ráðstefnuaðstöðu skuli eigi að byggja 5 stjörnu hótel - nokkuð sem mun opna nýja möguleika svo um munar í verðmætri ferðaþjónustu.
mbl.is Harpa botnlaus hít
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á byggingu 5 stjörnu hótels

Það eru góðar fréttir að loks skuli hilla undir að 5 stjörnu hótel skuli rísa í Reykjavík. Nú þegar Harpa er komin í notkun með tilheyrandi ráðstefnumöguleikum er það staðreynd að tiltekinn markhópur í ráðstefnugeiranum er ekki til í að halda ráðstefnur nema unnt sé að búa á 5 stjörnu hóteli. Það lítur því út fyrir að með byggingu þessa nýja hótels sé stigið mikilvægt skref í átt að stækkun ráðstefnumarkaðarins hér á landi. Spennandi tímar framundan!
mbl.is Telja hótel handan við hornið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Gylfi áfram ráðherra?

Ég átt því láni að fagna að vera nemandi Gylfa Magnússonar sem nú gegnir embætti viðskiptaráðherra. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann verður einnig í hinni nýju ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum.

Gylfi var meðal þeirra fyrstu sem vakti máls á vanhæfi yfirstjórnar Seðlabankans, á útmánuðum 2008. Margir kunnu honum litlar þakkir fyrir það. Skömmu eftir hrunið kom hann til okkar í MBA náminu og fór yfir aðdraganda hrunsins ásamt stöðu og horfur efnahagsmála eins og þær blöstu við honum. Ég tók saman þessa minnispunkta í fyrirlestrinum sem hann hélt fyrir okkur þ. 17. október 2008:

Sumir mun e.t.v. að Gylfi Magnússon, núverandi viðskiptaráðherra, var meðal þeirra fyrstu til að gagnrýna stjórn Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Þegar á útmánuðum 2008 talaði hann fyrir því að bankastjórn Seðlabankans ætti að segja af sér og uppskar bágt fyrir frá mörgum stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum í samfélaginu.

Nú er ný ríkisstjórn í burðarliðnum og ekki vitað á þessari stundu hvort Gylfi verði áfram viðskiptaráðherra. Ég hef átt því láni að fagna að vera nemandi Gylfa í MBA náminu við HÍ. Skömmu eftir stóra hrunið s.l. haust, nánar tiltekið þ. 17. október 2008 kom Gylfi til okkar nemenda á síðara ári námsins og flutti okkur hádegisfyrirlestur um sýn sína á stöðu mála og framtíðarhorfur. Mér finnst við hæfi að setja minnispunkta mína sem ég tók saman eftir fyrirlesturinn hér inn:

17. okt.-08

 

Fyrirlestur Gylfa Magnússonar: Hrun og endurreisn íslenska fjármálakerfisins.

 

Hvað fór úrskeiðis?

  • - Ofvöxtur fjármálakerfis
  • - Eignaverðsbóla
  • - Gríðarleg erlend lántaka, bæði fyrirtækja og heimila
  • - Mikil vogun (leverage), fyrirtækja og heimila. Lítið eigið fé til staðar.
  • - Mikil og flókin eigna- og stjórnunartengls helstu fyrirtækja Hvernig koma fjölmiðalögin inn í þetta mál????
  • - Innlendur gjaldmiðill veikur og kerfisbundin mistök gerð við stjórn peningamála
  • - Ungir, ákafir áhættusæknir og reynslulitilr bankastjórnendur
  • - Eftirlitsaðilar veikir og undanlátsamir

 

Almenn afneitun:

Stjórnmálamenn, bankamenn, seðlabankamenn, fjárfestar, forystumenn í atvinnulífi o.s.frv.

 

Leit vel út á yfirborðinu:

  • - Bankar skiluðu methagnaði, ár eftir ár
  • - Fyrirtæki skiluðu methagnaði, ár eftir ár
  • - Milljarðamæringar spruttu upp eins og gorkúlur
  • - Ævintýralegar launagreiðslur í bönkum
  • - Eigið fé virtist gríðarmikið
  • - Nægt framboð af lánsfé, sem streymdi inn í landið (á mjög góðum kjörum)

 

Landsframleiðsla og hagvöxtur: Mikil læti 2004  (7%)og 2005 (<6%). Landsframleiðslan ofmetin vegna ofmetins gjaldmiðils. Samkeppnishæfni atvinnulífsins virtist fín. Tók hins vegar ekki tillit til stöðugleika fjármálakerfisins.

 

Ótrúlegur vöxtur fjármálakerfisins. Úlán og markaðsverðbréf í stjarnfræðilegum vexti (4000 milljarðar árið 2006).  Erlend eignastaða fór sífellt versnandi, hrein staða (mismunur eigna og skulda) fór sífellt versnandi. Sífelldur viðskiptahalli, þurfti að taka meiri lán en sam nam eignaaukningunni. Neikvæð staða nam ríflegri árs landsframleiðslu og margra ára verðmæti útflutnings. Skuldastaðan var slæm, sem hafði ekki síst áhrif á fall gjaldmiðilsins.  Stærstu skuldararnir voru bankarnir.

 

Eignaverðsbólan: ævintýraleg ávöxtun hlutabréfa. Meðalraunávöxtun fram á þetta ár í kringum 20% á ári, ca þrefalt langtímameðaltal í USA (þar sem er þrátt fyrir allt löng hefð fyrir hlutabréfamarkaði). Raunverðið þrítugfaldaðist frá árinu 1986. Eigið fé verður að miklu leyti til með þessari miklu ávöxtun, sem síðan hrynur þegar markaðarnir hrynja.  Svipaða sögu er að segja um fasteignaverðsmarkaðinn. Þýðingarmikið inngrip í þessari þróun var þegar bankarnir tóku að dæla inn fjármagni á fasteignamarkaðinn.

 

 

 

Gengið styrktist fram undir það síðasta, ekki síst vegna hárra vaxta (sem sogaði til sín fjármagn inn í landið).

 

Eignaverðsbóla springur:

  • - Vegna mikillar vogunar, mikilla skammtímaskulda og lítils raunverulegs eigin fjár þá var ljóst að kerfið hlyti að hrynja fyrr eða síðar.
  • - Kerfið þoldi ekki álagið

 

Aðvaranir voru hunsaðar (t.d. frá erlendum greiningaraðilum).

 

Allt virtist með felldu:

  • - Allt fram á mitt ár 2007 virtist á yfirborðinu allt vera í lagi
  • - Þá tók að fjara hratt undan kerfinu
  • - Hlutabréfaverð lækkaði, gengi krónunnar lækkaði, lausafjárvandræði o.s.frv.

 

Lausafjárvandræði:

  • - Lausafjárvandræði réðu tímasetningu hrusnins
  • - Það var þó orðið óhjákvæmilegt fyrr eða síðar, vegna eiginfjárvandræða
  • - Eignaverðsbóla býr til eigið fé á pappírum.....

 

Vond staða víðar:

  • - Erlendis eru sambærileg vandamál til stðar, þó mun minni hlufallslega
  • - Reynt hefur verið að leysa þau með því að annað hvort að ríkið kaupi slæmar eignir á yfirverði eða dæli eigin fé inn í bankana
  • - Millibankalán hafa nánast stöðvast, eini lánveitandinn er víðast hvar viðkomandi seðlabanki

 

Hvað næst?

  • - Fjármálakreppa eyðileggur fjármálalegar eignir (financial assets), ekki raun eignir (real asssets).
  • - Fjármálalegar eignir eru ávísanir á raun eignir. Þær ávisanir eru nú margar hverjar innstæðulitlar.
  • - Koma þarf upp nýju fjármálakerfi í stað þess sem hrundi.
  • - Það nýja verður miklu minna og fyrst og fremst innanlands. Það verður þó að geta átt viðskipti við útlönd.
  • - Nýjar fjármálastofnar búnar til með því a að kljúfa gamlar í tvennt: góðan og slæman banka
  • - Góði bankinn tekur við hluta af skuldbindingum þess gamla og góðum eignum á móti. Ríkið (eða aðrir) leggja til nýtt eigið fé. Fær nýja kennitölu. Byrjar með heilbrigðan efnahagsreikning.
  • - Slæmi bankinn er meðgömlu kennitöluna. Hann er gerður upp, eignir seldar og kröfur greiddar að því marki sem eignir duga. Síðan lokað.
  • - Koma þarf á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum til og frá landinu
  • - Koma þarf á starfhæfum gjaldeyrismarkaði.
  • - Styrkja eitthvað gjaldeyrisvarasjóð
  • - Semja þarf um skuldbindingar ríkisins erlendis, sérstaklega vegna innstæðutrygginga.
  • - Tryggja þarf sæmilega stöðugt gengi og að verðbólga fari ekki úr böndunum (sem hangir náið saman)
  • - Tryggja þarf eðlilegan innflutning á aðföngum fyrirtækja og nauðsynlegum neysluvörum. Útflutningstekjur eiga að duga mjög vel fyrir því.
  • - Jafnframt þarf að gera upp gjölda fyrirtækja:
  • o Einver eru heilbrigð og halda vandræðalítið áfram
  • o Önnur geta haldið áfram ef þáu fá eðlielga lánafyrirgreiðslu og e.t.v. eitthvað meira eigið fé
  • o Enn önnur þurfa að fara í gjaldþrot eða nauðasamninga en geta síðan haldið áfram rekstri, oft með nýjum eigendum
  • o Þá verða einhver gjaldþrota og rekstri er hætt, eignir seldar.
  • - Þá þarf að huga að efnahagsreikningi fjölmargra heimila.
  • - Sérstaklega þarf að fara yfir mál þeirra sem skuldsettu sig mikið, oft í erlendu fé, til að kaupa eignir sem hafa fallið mikið í verði.
  • - Úrræðin eru m.a.:
  • o Gjaldþrot
  • o Nauðasamningar
  • o Lenging lána, seinkun afborgana
  • - fjörmörg heimili hafa þó þrátt fyrir allt heilbrigðan efnahagsreikning og fjárhag.

 

Framtíðin:

  • - Búum í grundvallaratriðum að heilbrigðum kjörum. Sjávarútvegur, orkufrekur iðnaðar, ferðaþjónustan, lyfjaiðnaðaur o.s.frv. Megnið ætti að komast í gegnum þetta þegar tekið hefur verið til í efnahagsreikningnum.

 

Hvað næst?

  • - Erfiður vetur, með samdrætti landsframleiðslu og einkaneyslu (sérsatklega á erlendum vörum), mikilli fjárhagslegri tiltekt og endurskipulagningu og atvinnuleysi.
  • - Hagkerfið heldur þó áfram, framleiðir vörur og þjónustu og auðveldlega er hægt að flytja inn allar nauðsynjar.
  • - Staðan erlendis hefur áhrif innanlands. Einnig skuldastaða ríkissjóðs.
  • - Næstu ár:
  • - Við tekur uppbygging á nýju hagkerfi sem er á margan hátt mun heilbrigðara en það gamla.
  • - Efnahagslíf Íslendinga hefur verið mjög sérstakt undanfarin ár, mikil skuldasöfnun, fáir auðmenn hafa stjórnað öllum ehlstu fyrirtækjum landsins og skipt með sér mikilvægum mörkuðum, náin eignar - og stjórnunartengsl milli helstu fyrirtækja.

 

Nýja hagkerfið:

  • - Fleiri og smærri fyrirtæki, með drefiðari eigendahóp og minni stjórnunar- og eingatengsl á milli fyrirtækja
  • - Eðlielgri samkeppni ámörkuðum
  • - Stöðugur gjaldmiðill (væntanlega evra)
  • - Minni skuldsetning fyrirætkja og heimila (og þjóðarbúsins í heild)
  • - Útflutningur stendur í blóma með eðilegu gengi: þjónusta ferðamennska, orkufrekur iðnaðaur, sjávarútvegur, menning og listir o.fl.
  • - Lífskjör áfram meðal þeirra bestu í heimi.

 

Til lengri tíma litið er það raunhæf spá að lífskjör áfram meðal þeirra bestu í heimi!!!

 

 

 

Með tilkomu alþjóða gjaldeyrissjóðsins fæst:

  • - Sérfræðiþekking
  • - Lánsfjármagn
  • - Liðkar fyrir því að aðrir komi til hjálpar, þannig að nægjanlegir fjármunir fáist til að hjólin geti snúist eðlilega. Gjaldeyrisvaraforðinn verði stuðpúði.

 

Afnám verðtryggingar: varhugaverð hugmynd, rýrir traust á gjaldmiðlinum og er nánast upptaka eigna þeirra sem eiga verðtryggar eignir. Mundi hafa í för með sér að endurreisn fjármálakerfisins gæti ekki gengið. Lánstraust ríkissjóð þverr innanlands, sem gerir uppbygginguna vonlausa.


Vandi almenningssamgangna

Mér segist svo hugur að ástæða uppsagnar Hvalfjarðarsveitar á samningi sínum við Strætó bs sé of mikill kostnaður sveitarfélagsins.

Það voru Akurnesingar sem riðu á vaðið á sínum tíma með því að leysa til sín sérleyfið og gera samstarfssamning við Strætó bs um strætisvagnasamgöngur milli Akraness og Reykjavíkur. Bæjarstjórnin sýndi með þessu mikla framsýni og kjark, sveitarfélagið tók á sig kostnað en íbúarnir fengu þess í stað mun hærra þjónustustig á vettvangi almenningssamgangna.

Vandi almenningssamgangna í þéttbýli er í hnotskurn sá að engin lagaskylda hvílir á sveitarfélögum að halda uppi slíkri þjónustu. Þjónustustigið er því alfarið háð vilja og getu viðkomandi sveitarstjórna.

Með því að Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð hafa nú sagt upp samningnum við Strætó bs verða almenningssamgöngur þessara byggðarlaga aftur færðar í fyrra horf með stopulum rútuferðum. Þetta eru dapurleg tíðindi fyrir íbúa þessara svæða.


mbl.is Strætó mun ekki aka um Vesturland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senn lýkur náminu

Þessa dagana er ég í orlofi frá vinnunni, einkum til að taka smá törn í MBA náminu sem nú er senn á enda runnið. Á fjórðu og síðustu önn námsins tökum við valnámskeið, annað hvort þrjú slík og lokaverkefni eða fjögur námskeið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta annarinnar taki maður tvö námskeið og á þeim síðari hin tvö eða eitt námskeið og lokaverkefni eftir atvikum. Ég valdi að taka fjögur námskeið, og ekki nóg með það, tek þau öll á fyrri hlutanum. Það er nefnilega svo freistandi að vera búinn í byrjun mars í stað lok maí. Fyrir bragðið tekur maður sé frí núna nokkra daga í vinnunni og notar tímann í námið, nema auðvitað þegar maður lítur upp úr bókunum og fær smá útrás á blogginu.

Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi maður gott af því að staldra við endrum og sinnum í lífinu og takast á við nýjar áskoranir. MBA nám sem stundað er samhliða vinnu flokkast tvímælalaust sem ögrandi verkefni og er þess vegna mikil áskorun. Ekki síst þegar langt er um liðið frá því maður lauk hefðbundnu háskólanámi, voru 27 ár í mínu tilviki! Námið hefur bara gert mér gott eitt til. Ég hef endurnýjað kunnáttuna í flest öllum greinum viðskiptafræðinnar, fengið leiðsögn góðra kennara, hlustað á færa sérfræðinga (jafnt innlenda sem innlenda), heimsótt áhugaverð fyrirtæki og unnið í fjölbreytilegum verkefnum. Síðast en ekki síst hef ég kynnst hópi af frábæru fólki sem eru bæði með fjölbreyttan bakgrunn og mismunandi áhugasvið. Hópurinn hefur náð að tengjast vel innbyrðis, hann stendur þétt saman jafnt í leik sem starfi. Ég er sannfærður um að þessi tengsl og vináttubönd eiga eftir að endast mörgum okkar út ævina.

Á tímum óvissu og efnahagsþrenginga eru margir sem staldra við og hugsa sinn gang. Á slíkum tímapunkti er fyllilega þess virði að hugleiða nám eða einhverjar aðrar breytingar sem gera manni gott. Það eflir mann og styrkir, víkkar sjóndeildarhringinn og eflir færnina. Nú er bara að stíga skrefið, þau ykkar sem eru að hugsa sér til hreyfings!


Peningastefnuráð

Ný ríkisstjórn áformar að koma á fót peningastefnuráði sem á m.a. að endurskoða peningamálastefnu Seðlabankans. Eitt allra mikilvægasta verkefni í hagstjórninni nú er að afnema verðtryggingu og koma á eðlilegu sambandi milli verðmætasköpunar og peningamálastefnu. Í þessu sambandi hvet ég alla (og ekki síst þá sem munu skipa þetta nýja Peningastefnuráð) að hlusta á Silfur Egils í dag þar sem Egill talaði við Gunnar Tómasson hagfræðing. Þetta viðtal á enginn þenkjandi einstaklingur að láta fram hjá sér fara.


mbl.is Einn Seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurtök verðtryggingar

Á tímum kreppu og samdráttar reyna margir sem best þeir geta að draga úr útgjöldum sínum, rifa seglin og sýna ráðdeild og sparsemi. Lítið sem ekkert er ráðist í nýjar fjárfestingar, enda lítil sem engin lán að hafa.

Það hlýtur eitthvað að vera bogið við verðtryggingu lána, því í raun eru þeir sem skulda slík lán að taka lán til viðbótar á hverjum einasta gjalddaga þess. Flest verðtryggð lán, t.d. húsnæðislán bankanna, hafa mánaðarlega gjalddaga. Tólf sinnum á ári bætist við skuldina í formi uppreiknaðra verðbóta.

Tökum dæmi um lán sem tekið var hjá Glitni í nóvember 2005 að fjárhæð kr.14.650.000 með 4,15% vöxtum. Fyrsta greiðsla af láninu (afborganir, vextir og verðbætur) voru kr. 45.835. Þremur árum seinna, í desember 2008, var greiðslan komin í kr. 81.421. Um leið og sú greiðsla var innt af hendi á gjalddaga lánsins bættust kr. 384.521 við höfuðstólinn, eða með öðrum orðum: tekið var nýtt lán sem nam næstum fimmfaldri þeirri upphæð sem greidd var til bankans. Eftirstöðvar þessa láns með verðbótum í dag eru komnar í 18,4 miljónir króna, þremur árum eftir að skuldabréf að fjárhæð 14,6 miljónum króna var undirritað og eftir að búið er að greiða samviskusamlega 37 sinnum af láninu.

Það hlýtur að vera kominn tími á að endurskoða fyrirkomulagið og kanna hvort einhvers staðar sé ekki vitlaust gefið í þessari lönguvitleysu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband