Menningartengd ferðaþjónusta

Það er áhugavert að fylgjast með hvernig kynslóð ungra listamanna geysist óhrædd fram á völlinn og vílar ekkert fyrir sér þegar kemur að vali viðfangsefna. Gjörningur Ragnars Kjartanssonar í New York er gott dæmi um áræði og þor. Á sama hátt má segja að tilkoma Hörpu opni fyrir algjörlega nýjar víddir hvað varðar menningartengda þjónustu, enda kemur það á daginn að fjölmargir erlendir ferðamenn líta á það sem áhugaverðan valkost að sækja þangað tónlistarviðburð af einhverju tagi.

Gagnrýnandi tímaritsins New York Magazie lofar gjörning Ragnars í hástert og klikkir út með því að hann verði að komast til Íslands. Mikilvægi menningar og lista er ótvírætt - ekki síst fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.


mbl.is Ég verð að komast til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru margar ferðaskrifstofur erlendis sem byggja á menningartengdri ferðaþjónustu. Þau höfða til efnaðra fólks.

Það væri frábært ef Íslandsstofa eða aðrir aðstoðuðu við að koma á "prógrammi" fyrir þessar ferðaskrifstofur á Íslandi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband