Vandi almenningssamgangna

Mér segist svo hugur að ástæða uppsagnar Hvalfjarðarsveitar á samningi sínum við Strætó bs sé of mikill kostnaður sveitarfélagsins.

Það voru Akurnesingar sem riðu á vaðið á sínum tíma með því að leysa til sín sérleyfið og gera samstarfssamning við Strætó bs um strætisvagnasamgöngur milli Akraness og Reykjavíkur. Bæjarstjórnin sýndi með þessu mikla framsýni og kjark, sveitarfélagið tók á sig kostnað en íbúarnir fengu þess í stað mun hærra þjónustustig á vettvangi almenningssamgangna.

Vandi almenningssamgangna í þéttbýli er í hnotskurn sá að engin lagaskylda hvílir á sveitarfélögum að halda uppi slíkri þjónustu. Þjónustustigið er því alfarið háð vilja og getu viðkomandi sveitarstjórna.

Með því að Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð hafa nú sagt upp samningnum við Strætó bs verða almenningssamgöngur þessara byggðarlaga aftur færðar í fyrra horf með stopulum rútuferðum. Þetta eru dapurleg tíðindi fyrir íbúa þessara svæða.


mbl.is Strætó mun ekki aka um Vesturland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ásgeir. Astæðan hjá Borgfirðingunum er sú að mjög fáir nýttu sér þessar ferðir. Held einfaldlega að rúmlega klukkutíma löng strætóferð sé of löng fyrir fólk. Skagamenn eru hins vegar ekki nema um hálftíma með strætó þannig að þeir hafa nýtt sér ferðirnar mikið. Þeir eru líka góðu vanir því Akraborgin fór fimm ferðir á dag hér áður fyrr.

Haraldur Bjarnason, 7.5.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband