Vor í loftinu

Þrátt fyrir að páskar séu snemma í ár leynir sé ekki að það er komið vor í loftið. Sólin skríður smátt og smátt hærra upp á himininn og geislar hennar verma sífellt betur. Vorjafndægur rétt nýliðin, framundan er stórkostlegur tími með birtu og yl. Farfuglarnir fara að láta sja sig og fuglasöngur fer að verða daglegur viðburður á ný.

Gott páskafrí að baka sem var nýtt til að hitta fjölskyldu og vini auk þess sem tíminn var vel notaður í heimanámi. Ekki veitir af, því enn á ný eru námskeiðslok í vændum með tilheyrandi verkefnaskilum og prófum. Það er ekki laust við að þetta sé aðeins farið að taka í - en á hinn bóginn bæta frábærir félagar og skemmtileg viðfangsefni það allt saman upp. Reikningshald og rekstrarstjórnun verður þemað næstu 2 vikurnar - eftir það taka við tvö siðustu námskeiðin áður en fyrra árinu í náminu lýkur: mannauðsstjórnun og fjármál fyrirtækja. Spennandi tímar framundan - vorið er í loftinu bæði í náttúrinni og mannlífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband