Sérstaða þjóðgarðsins á Þingvöllum

Þingvallaþjóðgarðurinn er sérstakur og merkilegur staður. Staðurinn er samofinn sögu lands og þjóðar, hér var Alþingi stofnað árið 930, hér var kristnitakan ákveðin árið 1000 og hér var lýðveldið stofnað árið 1944. Hingað flykktust Íslendingar til þings öldum saman og stóðu þannig vörð um lýðræðið hvað sem á gekk. Jarðfræði Þingvalla er afar sérstök, þetta er einn af fáum stöðum í heiminum þar sem sjá má flekaskil tveggja jarðskorpufleka með berum augum. Hér mætist austrið og vestrið raunverulega.

Stjórnvöld landsins stóðu vel að því á sínum tíma að koma Þingvöllum á heimsminjaskrá UNESCO fyrir nokkrum árum. Nú er það skylda þessara sömu stjórnvalda að tryggja viðunandi lausn finnist varðandi lagningu nýs Gjábakkavegar, svo tryggt sé að þjóðgarðurinn verði áfram á heimsminjaskránni. Verkefnið er að ganga þannig frá veglagningaráformum að friðhelgi þjóðgarðsins verði virt og þau náttúruverndarsjónarmið sem nauðsynleg eru verði höfð að leiðarljósi. Það væri okkur til ævarandi skammar ef þessi merki staður, Þingvellir, væri tekinn af heimsminjaskrá UNESCO.


mbl.is Þingvellir af heimsminjaskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála Ásgeir.

Mér finnst að Þingvallanefnd ætti að sjá sóma sinn í að vinna úr þessum vanda með sérfræðingum UNESCO sem hafa sérþekkingu á þjóðgörðum. Það er ekki aðeins þessi fyrirhugaða vegagerð heldur aðrir vegir sem eru í eða við mörk þjóðgarðsins. Spurning er hvort ekki þurfi að gera ráðstafanir varðandi takmörkun á umferð vélknúinna farartækja, ekkiaðeins á landi heldur einnig á láði og legi. Ef umhveffisóhapp verður, þá má reikna með miklum spjöllum því eldsneyti og spilliefni geta gert óhemjumiknn skaða á örstuttum tíma.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.3.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Bjarni Daníel Daníelsson

Hjartanlega sammála þér.

líta þarf á nýjan Gjábakkaveg sem lausn á aðgengi að þjóðgarðinum og kynna hann sem slíkan.

Kynna þarf að vegurinn liggur allur utan þjóðgarðs til að útrýma þeim misskilningi.

Mikilvægt er að vanda hvernig við matreiðum hlutina..... er flaskan hálffull eða hálftóm?

Bjarni Daníel Daníelsson, 20.3.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband