Menntun margborgar sig

Ég sé á heimasíðu MBA námsins við HÍ að nú er byrjað að taka við umsóknum þeirra sem hyggja á MBA námið næstkomandi haust. Það rifjast upp hugrenningar manns sjálfs á þessum tíma fyrir ári þegar maður byrjaði að velta því fyrir sér af alvöru að drífa sig í 2ja ára krefjandi háskólanám á gamals aldri. Til að taka af öll tvímæli: ég sé ekki eftir því. Þvert á móti er þetta sennilega með því betra sem ég hef gert fyrir sjálfan mig í langan tíma. Þótt undanfarnir dagar og vikur hafi verið gjörsamlega yfirhlaðnir af lærdómi, tímasókn, hópavinnu og verkaefnaskilum, jafnvel langt fram eftir nóttu, er þetta hreint alveg frábært í alla staði. Með því að leggja á okkur ómælda vinnu erum við nú smátt og smátt að uppskera árangur eftir allt erfiðið. Sjóndeildarhringurinn víkkar, kunnáttan eykst og hæfileikinn til að takast á við flókin og umfangsmikil verkefni tekur stöðugum framförum.

Ég hvet alla sem hafa verið að velta fyrir sér MBA náminu að hugleiða alvarlega að drífa sig. Hvort sem þú ert viðskiptafræðingur, lögfræðingur, verkfræðingur, kennari, listamaður, heimspekingur, líffræðingur, tannlæknir, hjúkrunarfræðingur, skipulagsfræðingur eða hvað, þetta nám hentar öllum. Það er ekki of seint, umsóknarfresturinn rennur ekki út fyrr en í byrjun maí og eins og sjá má með þann sem þetta ritar að það er aldeilis ekki of seint að skella sér þrátt fyrir að einhver svo og svo mörg ár séu liðin frá því maður leit fyrst dagsins ljós. Ég er meira að segja ekki elstur í hópnum!

Það eru í raun algjör forréttindi að taka þátt í námi sem þessu, allir eru þarna af sambærilegum hvötum, þ.e. að læra meira, efla færni sína og hæfni. MBA námið er eins og gott orkuver, það virkjar í manni kraftinn. Maður "lærir að læra", lærir að fókusera og horfa á það sem skiptir máli, fær góða þjálfun í að vinna í hópastarfi og með samstilltu átaki ná góðum árangri.

Nú er bara að drífa sig að sækja um!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á vel við að á málshættinum í páskaegginu mínu í ár stendur "Enginn er of gamall gott að læra".

Ég er ánægður með þig gamli minn, áfram svo!

Davíð Ásgeirsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband