Kallinn var magnaður

Það hljóp þvílíkt á snærið hjá mér í kvöld.  Thomas vinur minn hringdi og sagðist eiga tvo miða á Kim Larsen - svo honum var snarlega boðið í mat og síðan drifum við okkur félagarnir.  Þvílíkt gæða rokk sem sá gamla töfraði fram - hann er í fanta formi.  Einungis 3 í hljómsveitinni fyrir utan hann sjálfan, algjör eðal grúppa.  Bassaleikari, trommari og einn sá magnaðasti gítarleikari sem maður hefur lengi heyrt í.  Pottþéttur og öflugur þrusu taktur.  Kallinn reitti af sér brandarana, sagði m.a. að það mættu allir horfa á argasta klám á internetinu, jafnt börn sem fullorðnir, það mættu allir keyra eins og þeir vildu á bílunum sínum og úða eins miklu af koltvísýringi út í andrúmsloftið eins og menn gætu, en það mætti hins vegar ekki kveikja sér í sígarettu í Reykjavík!  Það var mjög góð stemming á tónleikunum, og gaman að sjá hversu fólk lifði sig inn í mörg laganna, greinilegt að margir kunnu þau utan að.  Magnað að upplifa svona tónleika, þar sem höfuðpaurinn er að ég held kominn vel á sjötugsaldurinn.  Hreint út sagt alveg frábært kvöld.
mbl.is Kim Larsen hélt uppi fjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallandskotinn reykir og drekkur eins og svín - og verður betri og kraftmeiri með hverju árinu ...

H. Magnússon (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 01:32

2 Smámynd: Heidi Strand

Ég hef haldið upp á Åge Alexandersen frá 1972 og Kim Larsen frá 1978. Það hafði verið gaman að fá Åge til Íslands.
http://www.youtube.com/watch?v=kUcg-NjNkKk&feature=related

Heidi Strand, 25.11.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband