Hin magnaða útrás

Það lætur nærri að það séu u.þ.b. 180.000 manns á vinnumarkaði á Íslandi, það er e.t.v. réttara að segja að hér séu u.þ.b. 180.000 heilsársstörf.  Það er hins vegar öllu merkilegra að íslensku útrásarfyrirtækin íslensku hafa nokkurn vegin jafn marga í vinnu hjá fyrirtkækjum sem eru í þeirra eigu á erlendri grund.  Ég hygg að margir hafi ekki velt þessu fyrir sér. 

Í morgun var áhugavert viðtal við framkvæmdastjóra fyrirtækisins CCP á Morgunvaktinni á Rás 1 (RÚV).  Þetta fyrirtæki framleiðir og starfrækir tölvuleikinn Eve Online.  Það kom fram í viðtalinu að u.þ.b. 200.000 manns eru áskrifendur að leiknum, og aðrir 50.000 eru í reynsluáskrift.  Hjá fyrirtækinu sjálfu vinna u.þ.b. 250 manns, á skrifstofum í þremur heimsálfum.  Þeir sem spila leikinn eru vel að merkja ekki táningar, flestir þeirra eru á þrítugsaldri.  Tölvuleikir hafa þannig haslað sér völl sem afþreying til jafns við hverja aðra afþreyingu.

Um helgina stendur CCP fyrir notendamóti þeirra sem spila leikinn,  í Laugardalshöllinni.  Framkvæmdastjórinn greindi frá því að allt að 1.500 gestir væru væntanlegir til landsins af þessu tilefni, þar af u.þ.b. 40 blaðamenn.  Sennilega er þetta næst stærsti viðburðurinn á eftir Icelandic Airvaives.  Útrásarfyrirtækið CCP hefur með þessu móti ekki aðeins umfangsmikla starfsemi víða um veröld og marga viðskiptavini, heldur færir íslenskri ferðaþjónustu dýrmæta viðbót á þeim tíma ársins sem ferðamenn almennt sækja landið ekki heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband