9.5.2009 | 17:28
Verður Gylfi áfram ráðherra?
Ég átt því láni að fagna að vera nemandi Gylfa Magnússonar sem nú gegnir embætti viðskiptaráðherra. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann verður einnig í hinni nýju ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum.
Gylfi var meðal þeirra fyrstu sem vakti máls á vanhæfi yfirstjórnar Seðlabankans, á útmánuðum 2008. Margir kunnu honum litlar þakkir fyrir það. Skömmu eftir hrunið kom hann til okkar í MBA náminu og fór yfir aðdraganda hrunsins ásamt stöðu og horfur efnahagsmála eins og þær blöstu við honum. Ég tók saman þessa minnispunkta í fyrirlestrinum sem hann hélt fyrir okkur þ. 17. október 2008:
Sumir mun e.t.v. að Gylfi Magnússon, núverandi viðskiptaráðherra, var meðal þeirra fyrstu til að gagnrýna stjórn Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Þegar á útmánuðum 2008 talaði hann fyrir því að bankastjórn Seðlabankans ætti að segja af sér og uppskar bágt fyrir frá mörgum stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum í samfélaginu.
Nú er ný ríkisstjórn í burðarliðnum og ekki vitað á þessari stundu hvort Gylfi verði áfram viðskiptaráðherra. Ég hef átt því láni að fagna að vera nemandi Gylfa í MBA náminu við HÍ. Skömmu eftir stóra hrunið s.l. haust, nánar tiltekið þ. 17. október 2008 kom Gylfi til okkar nemenda á síðara ári námsins og flutti okkur hádegisfyrirlestur um sýn sína á stöðu mála og framtíðarhorfur. Mér finnst við hæfi að setja minnispunkta mína sem ég tók saman eftir fyrirlesturinn hér inn:
17. okt.-08
Fyrirlestur Gylfa Magnússonar: Hrun og endurreisn íslenska fjármálakerfisins.
Hvað fór úrskeiðis?
- - Ofvöxtur fjármálakerfis
- - Eignaverðsbóla
- - Gríðarleg erlend lántaka, bæði fyrirtækja og heimila
- - Mikil vogun (leverage), fyrirtækja og heimila. Lítið eigið fé til staðar.
- - Mikil og flókin eigna- og stjórnunartengls helstu fyrirtækja Hvernig koma fjölmiðalögin inn í þetta mál????
- - Innlendur gjaldmiðill veikur og kerfisbundin mistök gerð við stjórn peningamála
- - Ungir, ákafir áhættusæknir og reynslulitilr bankastjórnendur
- - Eftirlitsaðilar veikir og undanlátsamir
Almenn afneitun:
Stjórnmálamenn, bankamenn, seðlabankamenn, fjárfestar, forystumenn í atvinnulífi o.s.frv.
Leit vel út á yfirborðinu:
- - Bankar skiluðu methagnaði, ár eftir ár
- - Fyrirtæki skiluðu methagnaði, ár eftir ár
- - Milljarðamæringar spruttu upp eins og gorkúlur
- - Ævintýralegar launagreiðslur í bönkum
- - Eigið fé virtist gríðarmikið
- - Nægt framboð af lánsfé, sem streymdi inn í landið (á mjög góðum kjörum)
Landsframleiðsla og hagvöxtur: Mikil læti 2004 (7%)og 2005 (<6%). Landsframleiðslan ofmetin vegna ofmetins gjaldmiðils. Samkeppnishæfni atvinnulífsins virtist fín. Tók hins vegar ekki tillit til stöðugleika fjármálakerfisins.
Ótrúlegur vöxtur fjármálakerfisins. Úlán og markaðsverðbréf í stjarnfræðilegum vexti (4000 milljarðar árið 2006). Erlend eignastaða fór sífellt versnandi, hrein staða (mismunur eigna og skulda) fór sífellt versnandi. Sífelldur viðskiptahalli, þurfti að taka meiri lán en sam nam eignaaukningunni. Neikvæð staða nam ríflegri árs landsframleiðslu og margra ára verðmæti útflutnings. Skuldastaðan var slæm, sem hafði ekki síst áhrif á fall gjaldmiðilsins. Stærstu skuldararnir voru bankarnir.
Eignaverðsbólan: ævintýraleg ávöxtun hlutabréfa. Meðalraunávöxtun fram á þetta ár í kringum 20% á ári, ca þrefalt langtímameðaltal í USA (þar sem er þrátt fyrir allt löng hefð fyrir hlutabréfamarkaði). Raunverðið þrítugfaldaðist frá árinu 1986. Eigið fé verður að miklu leyti til með þessari miklu ávöxtun, sem síðan hrynur þegar markaðarnir hrynja. Svipaða sögu er að segja um fasteignaverðsmarkaðinn. Þýðingarmikið inngrip í þessari þróun var þegar bankarnir tóku að dæla inn fjármagni á fasteignamarkaðinn.
Gengið styrktist fram undir það síðasta, ekki síst vegna hárra vaxta (sem sogaði til sín fjármagn inn í landið).
Eignaverðsbóla springur:
- - Vegna mikillar vogunar, mikilla skammtímaskulda og lítils raunverulegs eigin fjár þá var ljóst að kerfið hlyti að hrynja fyrr eða síðar.
- - Kerfið þoldi ekki álagið
Aðvaranir voru hunsaðar (t.d. frá erlendum greiningaraðilum).
Allt virtist með felldu:
- - Allt fram á mitt ár 2007 virtist á yfirborðinu allt vera í lagi
- - Þá tók að fjara hratt undan kerfinu
- - Hlutabréfaverð lækkaði, gengi krónunnar lækkaði, lausafjárvandræði o.s.frv.
Lausafjárvandræði:
- - Lausafjárvandræði réðu tímasetningu hrusnins
- - Það var þó orðið óhjákvæmilegt fyrr eða síðar, vegna eiginfjárvandræða
- - Eignaverðsbóla býr til eigið fé á pappírum.....
Vond staða víðar:
- - Erlendis eru sambærileg vandamál til stðar, þó mun minni hlufallslega
- - Reynt hefur verið að leysa þau með því að annað hvort að ríkið kaupi slæmar eignir á yfirverði eða dæli eigin fé inn í bankana
- - Millibankalán hafa nánast stöðvast, eini lánveitandinn er víðast hvar viðkomandi seðlabanki
Hvað næst?
- - Fjármálakreppa eyðileggur fjármálalegar eignir (financial assets), ekki raun eignir (real asssets).
- - Fjármálalegar eignir eru ávísanir á raun eignir. Þær ávisanir eru nú margar hverjar innstæðulitlar.
- - Koma þarf upp nýju fjármálakerfi í stað þess sem hrundi.
- - Það nýja verður miklu minna og fyrst og fremst innanlands. Það verður þó að geta átt viðskipti við útlönd.
- - Nýjar fjármálastofnar búnar til með því a að kljúfa gamlar í tvennt: góðan og slæman banka
- - Góði bankinn tekur við hluta af skuldbindingum þess gamla og góðum eignum á móti. Ríkið (eða aðrir) leggja til nýtt eigið fé. Fær nýja kennitölu. Byrjar með heilbrigðan efnahagsreikning.
- - Slæmi bankinn er meðgömlu kennitöluna. Hann er gerður upp, eignir seldar og kröfur greiddar að því marki sem eignir duga. Síðan lokað.
- - Koma þarf á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum til og frá landinu
- - Koma þarf á starfhæfum gjaldeyrismarkaði.
- - Styrkja eitthvað gjaldeyrisvarasjóð
- - Semja þarf um skuldbindingar ríkisins erlendis, sérstaklega vegna innstæðutrygginga.
- - Tryggja þarf sæmilega stöðugt gengi og að verðbólga fari ekki úr böndunum (sem hangir náið saman)
- - Tryggja þarf eðlilegan innflutning á aðföngum fyrirtækja og nauðsynlegum neysluvörum. Útflutningstekjur eiga að duga mjög vel fyrir því.
- - Jafnframt þarf að gera upp gjölda fyrirtækja:
- o Einver eru heilbrigð og halda vandræðalítið áfram
- o Önnur geta haldið áfram ef þáu fá eðlielga lánafyrirgreiðslu og e.t.v. eitthvað meira eigið fé
- o Enn önnur þurfa að fara í gjaldþrot eða nauðasamninga en geta síðan haldið áfram rekstri, oft með nýjum eigendum
- o Þá verða einhver gjaldþrota og rekstri er hætt, eignir seldar.
- - Þá þarf að huga að efnahagsreikningi fjölmargra heimila.
- - Sérstaklega þarf að fara yfir mál þeirra sem skuldsettu sig mikið, oft í erlendu fé, til að kaupa eignir sem hafa fallið mikið í verði.
- - Úrræðin eru m.a.:
- o Gjaldþrot
- o Nauðasamningar
- o Lenging lána, seinkun afborgana
- - fjörmörg heimili hafa þó þrátt fyrir allt heilbrigðan efnahagsreikning og fjárhag.
Framtíðin:
- - Búum í grundvallaratriðum að heilbrigðum kjörum. Sjávarútvegur, orkufrekur iðnaðar, ferðaþjónustan, lyfjaiðnaðaur o.s.frv. Megnið ætti að komast í gegnum þetta þegar tekið hefur verið til í efnahagsreikningnum.
Hvað næst?
- - Erfiður vetur, með samdrætti landsframleiðslu og einkaneyslu (sérsatklega á erlendum vörum), mikilli fjárhagslegri tiltekt og endurskipulagningu og atvinnuleysi.
- - Hagkerfið heldur þó áfram, framleiðir vörur og þjónustu og auðveldlega er hægt að flytja inn allar nauðsynjar.
- - Staðan erlendis hefur áhrif innanlands. Einnig skuldastaða ríkissjóðs.
- - Næstu ár:
- - Við tekur uppbygging á nýju hagkerfi sem er á margan hátt mun heilbrigðara en það gamla.
- - Efnahagslíf Íslendinga hefur verið mjög sérstakt undanfarin ár, mikil skuldasöfnun, fáir auðmenn hafa stjórnað öllum ehlstu fyrirtækjum landsins og skipt með sér mikilvægum mörkuðum, náin eignar - og stjórnunartengsl milli helstu fyrirtækja.
Nýja hagkerfið:
- - Fleiri og smærri fyrirtæki, með drefiðari eigendahóp og minni stjórnunar- og eingatengsl á milli fyrirtækja
- - Eðlielgri samkeppni ámörkuðum
- - Stöðugur gjaldmiðill (væntanlega evra)
- - Minni skuldsetning fyrirætkja og heimila (og þjóðarbúsins í heild)
- - Útflutningur stendur í blóma með eðilegu gengi: þjónusta ferðamennska, orkufrekur iðnaðaur, sjávarútvegur, menning og listir o.fl.
- - Lífskjör áfram meðal þeirra bestu í heimi.
Til lengri tíma litið er það raunhæf spá að lífskjör áfram meðal þeirra bestu í heimi!!!
Með tilkomu alþjóða gjaldeyrissjóðsins fæst:
- - Sérfræðiþekking
- - Lánsfjármagn
- - Liðkar fyrir því að aðrir komi til hjálpar, þannig að nægjanlegir fjármunir fáist til að hjólin geti snúist eðlilega. Gjaldeyrisvaraforðinn verði stuðpúði.
Afnám verðtryggingar: varhugaverð hugmynd, rýrir traust á gjaldmiðlinum og er nánast upptaka eigna þeirra sem eiga verðtryggar eignir. Mundi hafa í för með sér að endurreisn fjármálakerfisins gæti ekki gengið. Lánstraust ríkissjóð þverr innanlands, sem gerir uppbygginguna vonlausa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.