14.10.2008 | 21:35
Hangir stjórnin á bláþræði?
Nokkrar áhugaverðar staðreyndir blasa við:
- Varaformaður Samfylkingarinnar setur inn blogg með þessari frétt og hvetur sem fyrr til þess að hugað verði að upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu.
- Formaður Samfylkingarinnar skrifaði merka grein í Moggann á dögunum þar sem hún hvatti til að gengið yrði til samninga við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og í framhaldinu hugað að aðildarviðræðum ESB og upptöku evru.
- Varaformaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein í Fréttablaðið á dögunum og sagði allar forsendur gjörbreyttar varðandi aðildarviðræður og upptöku evru.
- Formaður Samfylkingarinnar sagði í viðtali á RÚV í kvöld að yfirstjórn Seðlabankans ættu að gefa forsætisráðherra nauðsynlegt svigrúm með því að bjóðast til að segja af sér.
- Varaformaður Samfylkingarinnar lýsti þeirri skoðun sinni á dögunum að bankastjórar Seðlabankans ættu að segja af sér.
- Ráðherrar í ríkisstjórninni lýsa margir yfir þeirri skoðun sinni að vaxtalækkun sé bráðnauðsynleg hið allra fyrsta.
- Í viðtali við breskan hagfræðing á RÚV í kvöld kom fram að váleg staða í efnahagsmálum hefði verið kynnt m.a. fyrir fulltrúum ríkisstjórnarinnar fyrr á árinu þar sem varað var við þeirri þróun sem nú er komin á daginn. Ekki mátti birta niðurstöðurnar.
Orðspor lands og þjóðar á í vök að verjast á alþjóðavettvangi. Við slíkar aðstæður er traust og sterk stjórn mikilvægt grundvallaratriði. Framangreind upptalning bendir til að víða hrikti í stoðum stjórnarsamstarfsins og dagar hennar séu senn taldir.
Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar svona er komið, þá er lítið annað í stöðunni en að skipta algjörlega um fólkið í brúnni ... en það er víst ekki hægt!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 05:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.