Peningamarkaðssjóðir

Í dag birtist frétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins þess efnis að þar á bæ hefði nú verið lagt til að peningamarkaðssjóðum rekstrarfélaga viðskiptabankanna verði slitið. Lausafé sjóðanna verði greitt sjóðsfélögum inn á innlánsreikninga þeirra og síðan mánaðarlega eftir því sem eignir þeirra fáist greiddar.

Viðskiptaráðherra sá ástæðu til að lýsa því yfir á dögunum á einum af blaðamannafundunum sem haldnir voru í Iðnó að stjórnvöld væru með til skoðunar möguleika á því að þeir fjölmörgu landsmenn sem eiga innstæður í þessum sjóðum fái þær bættar eins og um hefðbundnar bankainnstæður væri að ræða. Það er því von að margir bíði spenntir eftir þeirri niðurstöðu.

Peningamarkaðssjóðirnir standa misjafnlega að vígi varðandi eign á handbæru fé. Það er því viðbúið að óbreyttu að tap þeirra sem lögðu fé sitt í þessa sjóði fái mismikið þegar upp verður staðið.

Það er dapurlegt að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um þetta mál í dag. Flestir taka fréttina beint upp af vef Fjármálaeftirlitsins og láta þar við sitja. Enginn þeirra fylgir fréttinni eftir og vinnur hana frekar (nema RÚV í sjónvarpsfréttunum lítillega). Eftir sitja því allir enn í óvissunni um hvort féð og þá hversu mikið af því er glatað. 

Hvernig væri nú ef fjölmiðlar tækju sig aðeins á og sinntu hlutverki sínu, þ.e. að kafa ofan í málin og leita svara við áleitnum spurningum??? 


mbl.is FME vill að peningamarkaðssjóðum verði slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt það er óþolandi að fjölmiðlar vinni ekki að fréttum sem ransóknarblaðamenn þau blöð sem gefin eru út eru í eigu sama aðila og lengi vetrar var Morgunblaðið að tala um slæma stöðu K.B banka þannig að hlutbréf þess lækkaði á meðan var sagt að allt væri í góðu hjá landsbankanum og gengi bréfa hélst ótrúlega lengi í hámarki . Skyldi það vera tilviljun að sami eigandi var að Morgunblaðinu og Landsbankanum. Það þarf að taka fjölmiðlum með varúð

jon Ó Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það þarf að fylgja því eftir að staðið verði við þau orð ráðherranna að þessi sparnaður landsmanna verði bættur. Allt fram á síðasta dag auglýsti Landsbankinn þetta sparnarform sem öruggan sparnað, um væri að ræða bréf sem bæru enga áhættu og fjármunir væru alltaf lausir. Í reynd var enginn munur á þessu formi og tékkareikningi enda notuðu sum fyrirtæki og sveitarfélög þetta eins og tékkareikning. Það eru til eignir í bönkunum á bak við skuldabréf bankanna (bankabréfin) og því óskiljanlegt annað en ríkið taki á sig þær skuldbindingar í stað hinna gjaldþrota banka. Hvernig getur ríkið bara tekið eignir bankanna yfir og sumar skuldbindingar,  en skilið þessar skuldir eftir? Hvað með skuldajafnaðarrétt þeirra sem skulda bönkunum en fá ekki peningabréf greidd út? Það þarf að kafa miklu betur ofan í þetta mál, og þetta getur ekki staðist, eins og lagt er upp með þetta núna.

Ólafur Björnsson, 17.10.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Fjölmiðlar hafa átt í gegnum tíðina talsverðan þátt í að slá ryki í augu almennings í landinu. Því miður virðist rannsóknarblaðamennska vera á algeru undanhaldi, og dýrkunarblaðamennska vera tekin við. Því það er svo furðulegt að ef góðir rannsóknarblaðamenn hefðu fyrir um ári síðan eða svo þegar undan tók að halla farið að kafa í þetta, frekar en vera uppteknir í að miðla fréttum af eignum og tekjum þessara sem nú bera ábyrgð á skandalnum, þá hefði kannski fyrr komið í ljós hversu mikill spilaborg þetta virkilega var og ábyrgðaleysið algert. Á meðan almenningi var svona eiginlega gert að draga saman, þá héldu aðrir greinilega, áfram stefnulausri og ábyrgðlausri græðgi.

Sigurbrandur Jakobsson, 19.10.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband