Hvenær byrja verkin að tala?

Borgarstjórinn klifar stöðugt á því að hann og meirihlutinn þurfi vinnufrið til að láta verkin tala. Nú hefur hins vegar þverskurður þjóðarinnar talað, og það bara býsna skýrt.

Öðru vísi mér áður brá. Sjálfstæðisflokkurinn var stórveldi í Reykjavík og flaggskip flokksins á landsvísu. Enn á ný horfa stuðningsmenn flokksins hnípnir á hvernig fleyið flýtur sofandi að feigðarósi. Ekkert bólar á viðbörgðum hjá flokksforystunni, ekkert er að frétta af leiðtogamálum borgarstjórnarflokksins og enginn veit enn hver verður næsti borgarstjóri eftir einungis 10 mánuði.

Síðustu fréttir eru svo þær að nú tókst þeim að fá starfsmenn Orkuveitunnar upp á móti sér, því forstjórinn hefur fengið að taka pokann sinn. Maðurinn sem stýrði sameinginu Vatnsveitunnar, Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar í Orkuveitu Reykjavíkur, verkefni sem vísast hefur ekki verið auðvelt viðureignar. Orkuveitan er athyglisvert fyrirtæki sem hefur náð góðum árangri, ekki síst með útrásaráætlunum sínum. Það er býsna merkilegur árangur þegar opinbert fyrirtæki er annars vegar. Það þurfti hins vegar greinilega að finna blóraböggul i hinu margumtalaða REI máli.

Hversu lengi skyldi þessi þróun halda áfram?

 


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ætli sé ekki hægt að fá vinnu hjá böggladeild Reykjavíkurborgar ? Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 2.6.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband