Kraftaverk - barnið bjargaðist

Á Sólvangi gegnt Eyrarbakka búa þau Elsa og Pjetur vinir okkar, ásamt Siggu dóttur sinni, Grétari sambýlismanni hennar og Bertu Sóley sem fæddist langt fyrir tímann í febrúar. Tvíburasystir hennar lifði einungis í 6 daga eftir að hafa fengið heiftarlega sýkingu. Sýkingin uppgötvaðist hjá Bertu Sóleyju áður en hún var komin á alvarlegt stig svo það tókst að gera ráðstafanir í tæka tíð. Nú er Berta Sóley komin heim, búin að ná fæðingaþyngd og dafnar eðlilega.

Í dag vildi svo ótrúlega til að foreldrarnir voru rétt ný búin að taka barnið úr vöggunni þegar skjálftinn reið yfir. Allt lék á reiðiskjálfi, lausamunir hentust um allt og ekki vildi betur til en svo að kommóða féll ofan á vögguna. Það er ekki gott að segja hvernig blessuðu barninu hefði reitt af ef það hefði enn verið í vöggunni. Mikil guðs mildi var að hún var komin í arma móður sinnar þegar þessi ósköp dundu yfir. Ég hef þá trú að Bertu Sóley sé ætlað mikilvægt hlutskipti í þessu jarðlífi.


mbl.is Forgangsmál að tryggja öryggi íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það hefur verið mikill mildi að ekki var stórslys þarna, eins og reyndar annasstaðar. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað þetta hefur verið rosalegt.

Sigurbrandur Jakobsson, 30.5.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband