14. sæti - meira og minna allt fyrirséð

Man núna af hverju ég hef ekki haft áhuga á að fylgjast með þessari keppni mörg undanfarin ár, þetta er allt meira og minna samkvæmt bókinni og næstu nágrannar gefa hverjir öðrum flest stig. Spádómurinn var þó ekki alvitlaus, munaði þremur sætum.

Kattarkonan frá Svíþjóð fer sennilega í af-strekkingu fyrir næstu keppni.

Okkar fólk stóð sig með prýði, geisluðu af gleði og orku. Það bara dugar ekki í þessari keppni, né heldur frambærilegt lag. Verður ekki stuð í öllum eurovision partýum kvöldsins?


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta var flott hjá þeim en við getum líklega ekki vælt neitt yfir austurblokkinni því þeir fyrir austan hafa líklega tekið eftir hvað Norðurlandaþjóðirnar skiptust á stigum líkt og þjóðirnar syðst í Evrópu. Það þarf stórar og miklar breytingar á stigagjöfinni eigi þessi keppni ekki að deyja út.

Birkir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband