Ómissandi fólk

Allsnakinn kemurðu í heiminn
allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér fannst þú hafa dregið á þurrt

og eftir lífsins vegi
fer það sem hann fer
og veistu á miðjum degi
dauðinn, tekur mál af þér

ofmetnastu ekki
af lífsins móður mjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma ómissandi fólk
(KK)
mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þetta er bara akkúrat þannigUpgrade your email with 1000's of emoticon icons

Gleðilegt Sumar Ásgeir minn ! Og eins og gamla fjósakonan sagði : já og takk fyrir gömlu sumrin!

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 24.4.2008 kl. 00:47

2 identicon

Þú gleymdir að geta heimilda; KK er höfundur textans...

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 05:20

3 identicon

Gleðilgt sumar Ásgeir minn.  Ég gleymdi að segja þér þegar þú komst í heimsókn að þau eru orðin þrjú hjá mér.  Hefur einhvað fjölkað í hópnum þínum?

kveðja Sigurbjörn H

Sigurbjörn Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:11

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gleðilegt sumar, félagi Ásgeir.

Ljóð KK (einkum lokalínurnar) minnir mig á að einhverju sinni stóð ég ásamt fleiri framan við Lágafellskirkju í einmuna veðri og horfði yfir garðinn. Þá spurði Björn í Reykjalundi: Vitiði þið hve margir látnir hvíla í þessum kirkjugarði? -- Menn settu upp spekingssvip og fóru að nefna nokkra tölur en Björn hristi bara hausinn og gaf svo svarið með glæsilegri sveiflu og pókersvip: Allir!

Sigurður Hreiðar, 25.4.2008 kl. 10:39

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Kæri fv. samstarfsfélagi.

Ég verð að leiðrétta þig varðandi höfund textans. Bæði lag og texti eru eftir Magnús nokkurn Eiríksson. Lagið kom fyrst á diski sem KK og Magnús unnu saman árið 1996 og Japis gaf út. Þar eru lög eins og: Óbyggðirnar kalla, Vindur og Apótek, auk titillagsins: Ómissandi fólk. Magnús er einn skráur fyrir þessu lagi og texta, auk þess að syngja það. Sjá einnig: http://www.stjornandi.com/arrangements/Omissandi%20folk%20-%20page%201.pdf

Bestu kveðjur! 

Gunnar Kr., 3.5.2008 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband