24.4.2008 | 00:35
Ómissandi fólk
Allsnakinn kemurðu í heiminn
allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér fannst þú hafa dregið á þurrt
og eftir lífsins vegi
fer það sem hann fer
og veistu á miðjum degi
dauðinn, tekur mál af þér
ofmetnastu ekki
af lífsins móður mjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma ómissandi fólk
(KK)
allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér fannst þú hafa dregið á þurrt
og eftir lífsins vegi
fer það sem hann fer
og veistu á miðjum degi
dauðinn, tekur mál af þér
ofmetnastu ekki
af lífsins móður mjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma ómissandi fólk
(KK)
21 handtekinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara akkúrat þannig
Gleðilegt Sumar Ásgeir minn ! Og eins og gamla fjósakonan sagði : já og takk fyrir gömlu sumrin!
Kjartan Pálmarsson, 24.4.2008 kl. 00:47
Þú gleymdir að geta heimilda; KK er höfundur textans...
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 05:20
Gleðilgt sumar Ásgeir minn. Ég gleymdi að segja þér þegar þú komst í heimsókn að þau eru orðin þrjú hjá mér. Hefur einhvað fjölkað í hópnum þínum?
kveðja Sigurbjörn H
Sigurbjörn Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:11
Gleðilegt sumar, félagi Ásgeir.
Ljóð KK (einkum lokalínurnar) minnir mig á að einhverju sinni stóð ég ásamt fleiri framan við Lágafellskirkju í einmuna veðri og horfði yfir garðinn. Þá spurði Björn í Reykjalundi: Vitiði þið hve margir látnir hvíla í þessum kirkjugarði? -- Menn settu upp spekingssvip og fóru að nefna nokkra tölur en Björn hristi bara hausinn og gaf svo svarið með glæsilegri sveiflu og pókersvip: Allir!
Sigurður Hreiðar, 25.4.2008 kl. 10:39
Kæri fv. samstarfsfélagi.
Ég verð að leiðrétta þig varðandi höfund textans. Bæði lag og texti eru eftir Magnús nokkurn Eiríksson. Lagið kom fyrst á diski sem KK og Magnús unnu saman árið 1996 og Japis gaf út. Þar eru lög eins og: Óbyggðirnar kalla, Vindur og Apótek, auk titillagsins: Ómissandi fólk. Magnús er einn skráur fyrir þessu lagi og texta, auk þess að syngja það. Sjá einnig: http://www.stjornandi.com/arrangements/Omissandi%20folk%20-%20page%201.pdf
Bestu kveðjur!
Gunnar Kr., 3.5.2008 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.