Tannkrem og löggubíll

Ásgeir Bjarni afastrákur er mikill snillingur þótt fjögurra ára sé. Hann fór með mömmu sinni í búð eftir að þau höfðu rætt hvað skyldi keypt handa afa í afmælisgjöf. Stráksi hafði skýra skoðun á því og fékk auðvitað að kaupa það sem hann vildi gefa afa: Tannkrem og löggubíl. Afi á blátt tannkrem sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Þess vegna er núna hvítt tannkrem í túpu af stærstu gerð komin í baðherbergisskápinn. Svo er auðvitað nauðsynlegt fyrir afa að leika sér með Ásgeiri Bjarna þegar hann kemur í heimsókn svo heppilegt þótti okkar manni að kaupa löggubíl af flottustu gerð. Afi fékk sem sagt tannkrem og löggubíl í afmælisgjöf frá nafna sínum - ekki slæmt það.

Nú er snáðinn sofnaður hér hjá ömmu og afa eftir vel heppnaðan dag. Áður en hann fór að sofa tilkynnti hann afa sínum að hann ætlaði að vakna á undan honum á morgun og klípa í tásuna á honum. Það verður spennandi fyrir afa að vakna í fyrramálið.

Við erum búin að eiga saman gæðastund í dag. Ásgeir Bjarni sótti afa í skólann, fór með honum og keypti pizzu og dundaði sér við límmiðabók með ömmu. Þetta er nú þegar öllu er á botninn hvolft besta afmælisgjöfinn - samveran og gleðin yfir því að eiga því láni að fagna að búa við barnalán og góða heilsu. Þá er ekkert að því að eldast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nákvæmlega ekkert að því að eldast í slíku umhverfi. Njóttu þess að dekra við afa strákinn, og mikið hlakka ég til að geta gert það sama hvenær sem það verður. Til hamingju með strákinn og þig sem og tannkremstúpuna og löggubílinn.

Halldór (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband