9.1.2008 | 17:50
Það ku vera að skána veðrið
Heyrst hefur eftir áreiðanlegum heimildum að veðrið í Karabíahafinu sé að skána, loksins stytt upp eftir talsverðar rigningar undanfarna daga. Komin sól og blíða. Einnig hefur frést af bæjarferðum, gimsteinaskoðun, heimsókn í romm-bruggerí, og keppni í félagsvist. Kona á besta aldri sem þarna er á ferð með móður sinni fékk víst aðal verðlaunin. Eitthvað mun skilningur á stjörnugjöf á gististöðum vera með önnur viðmið heldur en þau sem við þekkjum, það sem telst vera 4 stjörnur þar telst tæpast vera nema 2-3 á vestrænan mælikvarða. Þá er nú bara um að gera að vera ekki að strekkja sig á því, gera bara gott úr þessu.
Haustönn MBA námsins lauk um síðustu helgi, enda fór veðrið þá strax að skána. Nú er einungis eftir að leggja lokahönd á síðasta verkefnið, áður en undirbúningur fyrir vorönn og næstu námstarnir hefjast. Hópurinn tók sig til og efndi til fagnaðar mikils á laugardagskvöldið eins og honum var einum lagið. Ekkert verið að tvínóna við hlutina, gert með stæl og verið lengi að. Rétt eins og það á að vera hjá stúdentum í háskólanámi. Feiknalegt stuð og mikið gaman.
Megi nýja árið færa öllum hamingju og visku!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.