Gott sjónvarp

Fyrir þá sem ekki sjá stöð 2 er vert að benda á nýjustu skrautfjöður þeirra, Pressuna. Horfði á þriðja þáttinn í kvöld, alveg þrælgóður bara. Eftir að Næturvaktinni lauk var maður hálf efins að jafn gott tæki við, en það voru óþarfa áhyggjur. Fyrir viku horfði ég einnig á Sjálfstætt fólk þar sem rætt var við Kristján Tómas Ragnarsson lækni í New York, einnig sérlega góður þáttur. Kristján er frábær einstaklingur sem hefur náð langt í sínu fagi, endurhæfingu mænuskaddaðra. Við getum vottað það í þessari fjölskyldu.

Horfði einnig á Silfrið í dag, áhugavert viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson um skipulagsmál. Það er greinilega von á sjónvarpsþáttum síðar í vetur frá honum, verður áhugavert að fylgjast með því. Viðtalið í dag og myndirnar sem hann sýndi veitti góð fyrirheit um það sem í vændum er. Skipulagsmálin eru mjög þýðingamikill málaflokkur sem mikilvægt er að huga að.

Svo spáir hann snjókomu - loksins að koma vetur en ekki þessar endalausu rigningar sem ætluðu aldrei að hætta hér fyrir hátíðarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband