Óþarfi og falskt öryggi

Það er merkilegt að enn skuli tæplega 40% bifreiða í Reykjavík vera á nagladekkjum.  Það er nokkuð ljóst að þörf á negldum börðum er lítil, því flest okkar erum lítið á ferðinni fyrir utan borgina yfir vetrarmánuðina.  Nú fást orðið mjög góðir vetrarhjólbarðar sem hafa t.d. loftbólur í, auk þess sem mynstur þeirra er það gott að þeir skila mjög góðu veggripi.  Þar við bætist að flestir nýlegir bílar hafa bæði spólvörn og ABS hemla, slíkur búnaður gagnast einmitt vel þegar hált er.  Þá má ekki gleyma því að þjónustustig sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar er hátt, sem þýðir að um leið og það verður hált á götum og vegum er búið að salta og ryðja eftir því sem þörfin krefur. 

Ekki skal gert lítið úr því að mikið hefur áunnist, margir hafa séð að það gengur prýðilega að komast leiðar sinnar á ónegldum vetrarhjólbörðum.  Ekki má gleyma því að nagladekkin eru aðal mengunarvaldurinn þegar svifrykið er annars vegar, og því til mikils að vinna að sleppa negldum hjólbörðum.  Það er einungis í örfáaum tilvikum sem naglarnir koma að notum, en einnig eru þau tilvik þar sem þeir eru beinlínis verri kostur en ónegldir hjólbarðar.

 Sem sagt:  sýnum nú ábyrga hegðun, slaufum nöglunum og stuðlum að betra umhverfi. 


mbl.is 38% bifreiða á negldum hjólbörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já það er dapurlegt hve naglabílarnir eru allt of margir á götum Reykjavíkur og nágrennis. Ekki má gleyma því að bílarnir eru yfirleitt stærri og þyngri en áður var. Fyrir þetta 20-40 árum var mikið af smábílum, fólksvögnum, kortínum, moskvítsum, skódum, söbum og síðar traböntum, allt fremur léttir og litlir bílar en sem núna einkennir bílaflotann fremur stórir bílar: jeppar og skúffubílar oft af stærstu og fullkomnustu gerð. Sumir eru svo svartsýnir að þeir aka með skóflurnar og drullutékkana til að vera við öllu búnir eins og þyrfti að nota slíkt á Laugaveginum rétt eins og að losa sig úr festu einhvers staðar á torleiði hálendisins.

Óskandi er að þingmenn höfuðborgarsvæðisins taki á þessu og sýni að þetta gengur ekki svona öllu lengur. Óþarfa slit á götum með skelfilegum afleiðingum fyrir þá sem viðkvæmir eru fyrir svifryki. Víða stendur allvænn bílafloti utan við hvert heimili og ekki þarf að fara á hálendisbílnum á kontórinn í bænum! Nægjanlegt væri að fara á minnsta bílnum - eða taka almenningsvagninn! En ætli ekki verði að borga fólki að koma EKKI akandi í vinnuna eða að það borgi fyrir bílastæðin sem hefur oft verið ókeypis eða jafnvel á kostnað atvinnurekandans. Þá mættu stéttafélög taka upp á því að greiða fremur niður strætókort en aðgangseyri að þessum skelfilegu svitastöðvum sem þykja jafnvel vinsælli en strætó!

Bestu kveðjur Sveitungi!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.12.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband