Þrautsegja og frumkvöðlastarf

Ef einhver hefur staðið sig vel í baráttu fyrir málefnum mænuskaðaðra er það Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur.  Allt frá því dóttir hennar lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir all mörgum árum hefur hún verið óþreytandi í að vekja athygli heilbrigðisyfirvalda á málaflokknum og framgangi hans.  Hún stóð fyrir ráðstefnu um mænuskaða hér á landi, þar sem margir færir sérfræðingar komu saman og greindu frá rannsóknum og þróun á sviði meðhöndlunar mænuskaddaðra.  Þá stóð hún á sínum tíma fyrir gerð upplýsingabanka um mænuskaða, sem er opinn öllum á netinu.  Hún stóð einnig á sínum tíma fyrir komu kínversks sérfræðings í mænuskaða hingað til lands fyrir nokkrum árum. 

Vonandi er þessi stofnun komin til að vera.  Vonandi leiðir starfsemin til þess að mænuskaddaðir öðlist von um bata, eða a.m.k. bætt lífsgæði.  Það er til mikils að vinna.  Ég dáist að þrautsegju og dugnaði Auðar, og óska henni og dóttur hennar til hamingju með þennan þýðingamikla áfanga.

 


mbl.is Mænuskaðastofnun stofnuð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband