5.12.2007 | 00:24
Nýr forstjóri með kaupmannsblóð í æðum
Nýr forstjóri FL Group á ekki langt að sækja viðskiptavitið. Afi hans og alnafni var þekktur matvörukaupmaður í Reykjavík, fyrst í Vesturbænum og síðar í Breiðholti. Hann rak um árabil verslunina Straumnes, og var ævinlega kenndur við þá búð. Jón í Straumnesi var frábær maður, Frammari fram í fingurgóma og kaupmaður af Guðs náð.
Nafni hans sem nú tekur við stjórnartaumunum hjá FL Group og verður fostjóri félagsins er ungur að árum, fæddur 1978. Hann er því ekki nema 29 ára gamall, sem hlýtur að teljast ungur aldur þegar um er að ræða svo umfangsmikil og vandasöm verkefni eins og að stýra FL Group. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2005, svo væntanlega eru þeir sem ráða hann til starfans ekki í nokkrum vafa um hæfileika hans og getu. Frábær árangur hjá þessum unga manni.
Forstjóraskipti hjá FL Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.