Miklar annir - lítið bloggað

Þegar ég afréð að byrja bloggið hér ákvað ég með sjálfum mér að miða við eina færslu á dag alla jafna.  Þau göfugu áform hafa nú heldur betur hrunið undanfarna daga, enda miklar annir hér á bæ. 

Þessa dagana er verið að koma sér inn í nýtt starf, sem reyndar gengur alveg prýðilega.  Þar að auki er það alveg þrælskemmtilegt og áhugavert.  Við í deildinni minni förum út úr bænum á fimmtudag og höfum vinnudag, þá gefst tækifæri fyrir mig til að kynnast öllu þessa frábæra samstarfsfólki betur, um leið og við hristum hópinn saman og stillum strengina fyrir glæsta sigra á nýju ári. 

Um helgina var kennsluhelgi í MBA náminu, allur föstudagurinn og laugardagurinn, svo dæmatími í tölfræði á sunnudaginn.  Mikið um verkefnavinnu einnig, þannig að nú eru flestar stundir dagsins vel nýttar.  Skólatörninni lýkur með kennsluhelgi 14. og 15. desember, auk þess sem þá er stóru verkefni gerð skil og í kjölfarið tekur svo við próf.  Maður hlýtur að verða uppfullur af visku eftir þetta allt saman . . . .  verður spennandi að sjá hvort þetta tolli nú allt í heilabúinu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Til hamingju með nýja starfið.

Anna Kristinsdóttir, 3.12.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband