Þýðingamikið skref stigið í átt að vetnissamfélaginu

Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun vetnisverkefnis Íslenskrar Nýorku allt frá því þessi ágæta vetnisstöð var vígð og þrír vetnisstrætisvagnar voru teknir í notkun.  Þeir voru í rekstri í hartnær þrjú ár, og hlaut það verðskuldaða athygli víða um heim.  Það kom ótrúlegur fjöldi erlendra gesta á ári hverju í heimsókn hingað til lands, einungis vegna þessa verkefnis.  Þrátt fyrir að það verkefni hafi verið starfrækt í 10 öðrum borgum, má telja að sú athygli sem þessar borgir fengu samanlagt hafi ekki verið jafnmikil og sú sem íslenska verkefnið hlaut.  Það er ekki síst sú staðreynd að orkan sem notuð er til að framleiða vetnið er framleidd úr vistvænum, endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsorku og jarðvarmaorku.  Það skiptir öllu máli.

Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóri Íslenskrar Nýorku er algjör kraftaverkamaður.  Hann hefur stýrt fyrirtkæinu frá upphafi, og án elju hans og dugnaðar við að koma þessu verkefni á framfæri, sannfæra stjórnvöld, aðstandendur verkefnisins, Evrópusambandið og fleiri aðila, hefði þetta magnaða verkefni aldrei náð eins langt og raun ber vitni.  Það að nú skuli vera hingað kominn fólksbílafloti sem gengur fyrir vetni er enn eitt kraftaverkið og rós í hnappagat Íslenskrar Nýorku.  Það verður einkar fróðlegt að fylgast með þessu næstu mánuðina, það kæmi mér ekki á óvarrt að áður en varir verði komnir margir tugir vetnisbíla á göturnar hér.  ´

Rannsóknar- og þróunarstarf á vettvangi vetnis og nýtingu þess er mikið.  Mikill árangur hefur náðst á þessu sviði, enda miklar tæknilegar framfarir t.d. í smíði farartækja sem geta nýtt vetni sem orkubera.  Geymsla vetnisins hefur fram til þessa verið aðal þröskuldurinn á notkun þess, þannig að farartækin hafa þurft stóra tanka fyrir vetnið, en þrátt fyrir það ekki komist langt á hverjum tank.  Þeir bílar sem nú hafa verið fluttir inn eru s.k. tvinnbílar, þannig að þeir geta nýtt hefðbundna orkugjafa samhliða vetninu.  Ég tek undir það með félaga mínum Kjartani leiðsögumanni að erlendir ferðamenn eru mjög áhugasamir um þessi mál, og spyrja gjarnan um þennan málaflokk þegar ekið er fram hjá vetnisstöð Skeljungs og Shell Hydrogen á Vesturlandsveginum.


mbl.is Iðnaðarráðherra vígði vetnisstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband