22.11.2007 | 20:56
Þakkargjörðarhátiðin - hátíð fjölskyldunnar
Þakkargjörðarhátið er haldin hátíðleg í dag í Bandaríkjum Norður - Ameríku. Það er fjórði fimmtudagur í nóvember ár hvert sem Bandaríkjamenn þakka Guði sínum að fornum sið fyrir þá uppskeru sem nýliðið sumar hefur fært þeim. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í Virginíu árið 1619 og í Massachusetts árið 1621.
Hátíðahöldin eru einkum þekkt fyrir að vera fjölskylduhátið, þar sem stórfjölskyldan safnast saman og gæðir sér á góðum mat. Algengastu krásirnar á veisluborðinu er fylltur kalkúnn, sætar kartöflur, trönuberjasósa, graskersbaka og marg fleira girnilegt.
Það er líklega mun algengara í Bandaríkjum Norður - Ameríku en annars staðar að fjölskyldurnar búi vítt og breitt í landinu. Það hefur skapast rík hefð fyrir því í gegnum tíðina að á þessari helgi safnist fjölskyldurnar saman, sem er t.d. ekki jafn algengt á jólum. Þessi hátið er einnig alfarið án tengingar við öll trúarbrögð, hver og einn getur þakkað sínum Guði fyrir það sem gott er, óháð því hver og hvar hann er.
Þessi lang helgi er stærsta ferðahelgin í landinu. Fólk flykkist milli staða á miðvikudeginum, og aftur til síns heima á sunnudeginum. Sá er helstur munurinn á þessari helgi og okkar löngu helgi hér uppi á Fróni, að fjölskyldurnar dvelja saman, unglirnar drífa sig sem sagt ekki á útihátið með skottið fullpakkað af bjór......
Happy Thanksgiving every one!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.