Focus on your strength

Heimsótti vin minn Thomas Möller fyrr í kvöld.  Ég hef minnst á hann áður hér á blogginu.  Thomas er frábær einstaklingur og góður vinur.  Hann er í MBA námi við HR, sem sagt ekki í sama skóla og ég en samt í sams konar námi.  Það er gaman að spjalla og bera saman bækurnar, í orðsins fyllstu merkingu.

Við ræddum um stjórnun og ýmislegst sem snýr að þeim fræðum.  Maður kemur ekki að tómum kofanum þar á bæ.  Thomas er hafsjór af fróðleik á þessu sviði, hann er vel lesinn og hefur viðað að sér heilmiklum fróðleik sem hann miðlar frá sér á þann hátt að þetta verður einhvern veginn allt svo eðlilegt og einfalt. 

"Focus on your strength" - leggðu áherslu á styrkleika þína.   Þetta sannast best á því að Tiger Woods, fremsti kylfingur heims, er bestur í upphagshöggum og púttum.  Brautarhöggin eru ekki að gera sig að sama skapi.  Hvað skyldi þjálfari Tiger leggja áherslu á?  Brautarhöggin?  Nei, ekki aldeilis.  Hann þjálfar upphafshöggin og púttin.  Þar liggur styrkleikinn, og það er það sem þarf að leggja rækt við.  Í daglega lífinu þurfum við bogey spilararnir að gera það sama, hvort heldur við erum að kljást við sveifluna á golfvellinum eða bara verkefnin sem við tökumst á hendur.  Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvar styrkleikarnir liggja, leggja rækt við þá eiginleika og hæfileika, í stað þess að einblína á veikleikana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði ekki getað sagt það betur :-)

Magga í Svíþjóð (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband