Hvað þarf til að sjálfstæðismenn átti sig?

Vegferð Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar er ein samfelld sorgarsaga. Nú rétt tæpum tveimur árum eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks náði völdum stendur ekki steinn yfir steini. Borgarstjóranum tókst á þeim skamma tíma sem hann var við völd í Ráðhúsinu að svæla í burtu fjöldan allan af hæfu og góðu fólki. Eftir að hann lét af störfum heldur þessi sorgarsaga áfram, jafnvel þótt nú sé flokkurinn á ný kominn í meirihluta. Forystan er sundruð, ekkert liggur fyrir um hver taki við embætti borgarstjóra eftir 10 mánuði auk þess sem litlir kærleikar virðast innan raða borgarfulltrúanna.

Skoðanakönnun dagsins sýnir svo ekki er um að villast að forysta sjálfstæðismanna í borgarmálum hefur beðið skipbrot. Þetta hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystusveit flokksins. Hvað skyldi flokksforystan ætla að láta fleyið reka lengi stjórnlaust? Hva þarf til að þeir átti sig?


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Sæll Ásgeir minn. Þau ættu öll að segja af sér sem einn maður. Þetta er nú orðin meiri þvælan. Svo ættu þau bara að láta Láfa sitja áfram í borgarstjórastóli út kjörtímabilið. Með beztu kveðju.

Bumba, 14.5.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Sæll Ásgeir, ætli það þurfi bara ekki Stuðmann til þess.

Sigurbrandur Jakobsson, 14.5.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kannski er skýringarinnar að leita sem vikið er að hér:

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/541291

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.5.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband