7.5.2008 | 23:50
Hjólað í vinnuna: 14 km fyrsta daginn
Þrátt fyrir rigningu og dumbung lét maður sig hafa það að fara á hjólinu í vinnuna í dag. Fór fyrst á námskeið í HR, síðan á fund í Faxafeni, þá í vinnuna og loks í búð neðst á Laugaveginum áður en haldið var heim á leið. Samtals rétt rúmir 14 km. Góð tilfinning og gaman að taka þátt. Það er ágætis þátttaka á vinnustaðnum, komin tvö lið og hartnær 40% starfsmanna eru með. Nú er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að salla inn kílómetrunum og færa samviskusamlega inn á skjalið, þannig að það skiptir máli að vera með frá fyrsta degi.
Athugasemdir
Sæll Ásgeir
Velkominná hjólið. Ertu fluttur úr Mosfellsbænum? Mér dettur í hug að spyrja því það eru um 15 km þaðan aðra leiðina niður í bæ.
Er sjálfur að fara að dusta rykið af mínum fák en er með strætókort sem gildir til 21. n.k. þannig að eg hefi ekki verið að flýta mér inn um hjólagleðinnar dyr.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2008 kl. 13:45
Vóóóó... ætlarðu að gera okkur atvinnulaus...? Þ ú veist að það er hægt að taka hjólið með í strætó!
busblog.is, 8.5.2008 kl. 19:35
Málið er að ég næ sama meðalhraða og strætó á hjólinu, svo það tekur því ekki að drösla því um borð þennan spotta. Já Guðjón, það eru komin tvö ár frá því ég flutti úr Mosfellsbænum, bý nú miðsvæðis í Reykjavík.
Ásgeir Eiríksson, 8.5.2008 kl. 23:57
Alltaf er söknuður að þeim góðu og gömlu Mosfellingum sem flytja aftur á mölina. Sjálfur flutti eg ásamt minni fjölskyldu í ársbyrjun 1983 af þessari sömu möl og í Mosfellssveitina eins og sveitarfélagið nefndist þá. Í þann tíð gekk rúta á tveggja tíma fresti og þurfti að greiða sitthvort fargjaldið, hjá SVR og hjá Mosfellsleið því engin var samvinnan. Svo fór rútan að aka lengra niður í bæ og það var stóra byrjunin.
Núna er Mosfellsbær kominn í almennilegt strætósamband með fullri þjónustu á 15 mínútna fresti. Varðandi þann möguleika að taka hjólhestinn með þá lenti eg nokkrum sinnum á fremur viðskotaillum bílstjóra hér um árið. Þar sem eg er kominn vel á sextugsaldurinn þá átti eg ekki gott með að standa við hjólið alla leiðina en tjóðraði það vel við þar til gerðar festingar. Einhverju sinni var þessi bílsstjóri á ferðinni og lét kalla eftir aðstoð lögreglu! Það fannst mér nokkuð langt gengið. En allir aðrir bílsstjórar hafa sýnt þessu góðan skilning nema þessi eini sem kannski er núna við störf sem hentar honum betur að þrasa í samborgurum sínum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.5.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.