2.5.2008 | 23:54
Merkur stjórnmálamaður hættir
Ken Livingstone er einn af merkilegustu stjórnmálamönnum samtímans. Hann er stjórnmálamaður sem þorir og er trúr sannfæringu sinni. Hann lyfti Grettistaki í almenningssamgöngum í London, en líklegast verður hans einna helst minnst fyrir að koma á s.k. þrengslaskatti (e. Congestion Charges) í London. Með því móti tókst að stemma stigu við umferð einkabíla um miðborg London og þannig draga stórlega úr henni. Þessi ákvörðun var í fyrstu mjög umdeild en eftir því sem leið á hefur hún notið sífellt meiri stuðnings almennings.
Það verður athyglisvert að fylgjast með Boris, hinum nýja borgarstjóra og verkum hans. Það er ekki einfalt að feta í fótsport Livingstone, trúlegt er að margir Lundúnarbúar eigi eftir að sakna hans og verka hans.
Borgarstjóraskipti í Lundúnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Segðu mér Ásgeir: Hefur þú farið til Lundúna nýlega? Ég fór ekki alls fyrir löngu og komst að því að umferð er alveg jafn rosaleg, þrátt fyrir skattinn hjá Lifandisteini. Röng áherzla, datt mér í hug. Honum hefði verið nær að lækka fargjaldið með túbunni...
Sigurjón, 3.5.2008 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.