2.2.2008 | 20:51
Spáð í spilin
Eins og ég gat um fyrr hér á blogginu var þessi möguleiki sem nú virðist vera kominn í umræðuna viðrarður í góðra vina hópi í New York fyrir tveimur vikum. Þar ræddum við m.a. að flott "set up" gæti verið að Hilary yrði forsetinn og Barak aðstoðarforsetinn, en að loknu einu kjörtímabili mundi Hilari ekki bjóða sig fram heldur veita Barak brautargengi. Þannig gæti hann því setið í næstu tvö kjörtímabil ef allt gengi eftir.
Þvílíkur reginmunur á þessu tvíeyki samanborið við þá John McCain og Mitt Romney, sem nú virðast vera þeir líklegustu meðal repúblikana. Sá á dögunum kappræður þeirra á CNN sem fram fór í Ronald Reagan bókasafninu. Ekkert nema rifrildi og karp, minna fór fyrir uppbyggilegum umræðum. Það er ljóst að repúblikanar eiga erfitt uppdráttar nú, þarf væntanlega mikið að breytast svo þeir eigi yfir höfuð einhvern möguleika á að sigra forsetakosningarnar í haust.
Það væri nú aldeilis tíðindi ef næsta forsetapar Bandaríkjanna samanstæði af blökkumanni og konu, þá er e.t.v. smá von um að betri tíð og blóm í haga fyrir Bandaríkjamenn og heimsbyggðina alla.
Munu Clinton og Obama bjóða fram saman? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll frændi. Það væri nú aldeilis flott að fá þetta fína par saman.
Kári Tryggvason, 5.2.2008 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.