21.12.2007 | 21:49
Botninum náð - nú er það bara upp á við
Nú er stystur sólargangur - vetrarsólshvörf. Það mun vera nákvæmlega útreiknað að vetrarsólhvörf í ár verða kl. 06:08 þann 22. des. Eftir það tekur daginn að lengja að nýju, uns hámarkinu er náð um sumarsólstöðlur á Jónsmessu, þegar sól er hæst á lofti og lengstur sólargangur. Fyrir marga er þessi árstími án efa erfiður, ekki síst þegar tíðarfarið er eins og verið hefur undanfarið, rigning og dimmt. Það er bara að vona að það taki að birta til um leið og daginn tekur að lengja.
Góður vinur býður til fagnaðar af þessu tilefni, og auðvitað verður veislan haldin á hárréttum tíma, um kl. 6 að morgni hins 22. desember. Það verður ekki í kot vísað á þeim bænum frekar en fyrri daginn. Boðið er "háheiðið og rustikal, með síld og Rúbba, bjór og Áka á borðum". Skiptir engu máli þótt þessi tími dagsins sé, það er viðbúið að vel verði mætt.
Með þessum orðum óska ég lesendum mínum gleðilegra jóla. Megið þið eiga notalegar og ljúfar stundir um hátíðarnar, njótið tilverunnar og takið með opnum hug á móti jólaboðskapnum. Leyfum jólabarninu innra með okkur að eiga sitt örugga skjól í hugum okkar.
Athugasemdir
Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 00:36
Gleðileg jól vinur!
Já og þessi fögnuður hljómar eins og hið fullkomna eftirpartý háskólanemans, á réttum tíma og allt! ;)
Hjalti Þór (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 01:05
Hej!
Här kommer en hälsning från Sverige.
Vi önskar Er alla en trevlig helg och ett GOTT NYTT ÅR 2008!
Må så gott!
Hälsningar
Annika och Stefan Wallström
Njurunda Sverige
Annika Wallström (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 17:16
Annika - tack för din hälsning! Är du snäll och skickar din epost adress till mig på asgeire@mmedia.is så skickar jag julbrevet till dig - som endast skickades ut elektroniskt detta året!
Ásgeir Eiríksson, 30.12.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.