8.12.2007 | 16:50
Slökkt á friðarsúlunni
Nú er síðasti dagur þess tímabils sem ljósið á friðarsúlunni í Viðey logar þetta árið. Framtak Yoko Ono er merkilegt, enda hefur það hlotið athygli víða um heim. Það er gaman að skoða allar fallegu ljósmyndirnar sem teknar hafa verið, og ekki er ólíklegt að margar fleiri eigi eftir að bætast við í kvöld nú þegar aðstæðurnar eru eins og best verður á kosið.
Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta framtak á eftir að nýtast í markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands utan háannatímans. Erlendir ferðamenn koma hingað nú orðið talsvert utan hins hefðbundna ferðamannatíma, m.a. til að njóta norðurljósanna, fylgjast með flugeldum um áramót, þeysast um á snjósleðum, ferðast á breyttum jeppum, skreppa í Bláa lónið o.s.frv. Möguleikarnir eru margir og fjölbreyttir, og um að gera að nýta betur þá fjárfestingu sem ráðist hefur verið í til að anna eftirspurninni á sumrin.
Slökkt á ljósasúlunni í Viðey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef notið þess að horfa á fallegu friðarsúluna á myrkum vetrarkvöldum.
Hef þá bæði minnst Johns Lennon og hugleitt frið á jörð.
Sem var tilgangur Yoko Ono með henni.
Ég mun sakna súlunnar.
Það verður gaman að sjá hana aftur að ári, 9. október, 2008.
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.