Frábær en annasöm helgi - nú taka ný og spennandi verkefni við

Það var fjörug helgi í MBA náminu föstudag og laugardag.  Við erum að puða við fræðin: greiningu viðfangsefna, tölfræði, markaðsfræði - og svo eins og fjögur verkefni þar fyrir utan.  Við sitjum sveitt við í fyrirlestrum tvo daga í röð, frá kl. 9 - 17.  Svo er oftar en ekki unnið í hópum í hléum.  Ekki var þetta nóg, því í morgun (já, á sunnudagsmorgni!) var auka-dæmatími í tölfræði, frá 10 - 13.  Mikið að gera - en mjög áhugavert.

Sunnudagurinn eftir hádegi var ekki slæmur, Ásgeir Bjarni afasrákur kom í heimsók og var hjá okkur þar til restin af fjölskyldunni hans ásamt langömmu komu í mat til okkar.  Notalegt í alla staði, við nafnarnir fórum í sund, skruppum í búðina og höfðum það bara ósköp notalegt saman. 

Nú hef ég ráðið mig í nýtt starf, og hefst handa á morgun.  Það er spennandi vettvangur - innan ferðaþjónustunnar.  Fullt af áhugaverðum og krefjandi verkefnum framundan - svo væntanlega þarf ekki að kvíða verkefnaskorti næstu vikur og mánuði.  "Eigum við að ræða það eitthvað - eða ?" - svo vitnað sé í fleyg orð frægrar persónu í skemmtilegum framhaldsþætti á Stöð 2.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband