Fengum skutl til London

Jæja góðir hálsar, við erum sem sagt komin heim eftir vel heppnaða dvöl hjá Davíð og Ýr í Newcastle.  Flugum með easyJet frá Newcastle til London, og þaðan áfram með Iceland Express.  Drengurinn var ekkert að tvínóna við hlutina, fékk vaktaskránni breytt og var því við stjórnvölinn með foreldrana innanborðs.  Frábært flug í alla staði, og lendingin eins og best gerist!  Hér má sjá mömmu með stráknum sínum í lok ferðar.Stolt mamma

Eiríkur sonur okkar kom í heimsókn með börnin eftir við komum heim, það var ekki amalegt að hitta þau öll og fá hlýjar og notalegar móttökur.  Það felst mikil hamingja og gleði í góðum og traustum fjölskylduböndum.

Nú er skólahelgi framundan, svo það verður nóg að gera.  Þar verður fjallað um greiningu viðfangsefna og ákvarðanatöku, og markaðsfræði.  Þetta lofar allt saman mjög góðu.  Mörg verkefni í takinu - svo það verður nóg að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Kristrún og Ásgeir

Frábært hvað þið nutuð ferðarinnar, mér heyrist að þetta hafi verið mjög skemmtilegt hjá ykkur og afslappandi.  Allt gott héðan frá Akureyri allir hressir stórir og smáir.  Intrum var með innheimtuskóla í dag og fékk maður að vera við kennaraborðið og leiðbeina sem var mjög skemmtilegt.  Amma Kristín kemur á laugardaginn og allir orðnir spenntir að fá hana norður heiða.

Knús og kossar, Elsa og Þórhallur og krílin

Elsa María (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband