Frábær ferð senn á enda

Í dag er síðasti dagur dvalar okkar hér í Newcastle.  Þetta hafa verið fínir dagar.  Við lögðum land undir fót í gær (þriðjudag) og ókum sem leið lá að vatnasvæði (Lake District) þeirra hér í Norður-Englandi.  Mjög fallegt og heillandi svæði, landslagið gjörólíkt sem maður sér annars staðar hér í Englandi.  Mikið um falleg stöðuvötn í djúpum dölum, sem eru umluktir af fjalllendi á alla kanta.  Við fundum þetta fína sveitahótel í Longdale, smá þorp á svæðinu.  Höfðum það notalegt þar með þeim Davíð og Ýr. 

Á þessu svæði má finnar merkar fornminjar, Hadrian´s Wall.  Veggur þessi var byggður af Hadrian konungi u.þ.b. 200 e.kr., og markaði norður landamæri heimsveldisins.  "Hér endar siðmenningin" á Hadrian að hafa sagt, enda Skotar og annar óþjóðalýður þar fyrir norðan.  Veggur þessi er í dag á heimsminjaskrá Unesco, og þykir hafa varðveist vel á köflum.

Á morgun liggur leiðin heim á ný.  Við höfum notið dvalarinnar hér í  Newcastle og erum ánægð með ferðalagið í alla staði.  Það er búið að vera gaman að prófa að aka bíl hér, nokkuð sem var ný reynsla fyrir mig.  Maður getur því með sanni sagt að maður hafi "farið öfugu megin framúr" margsinnis - og haft gaman af!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband