12.11.2007 | 16:14
Það var laglegt Duna!
Guðný Halldórsdóttir leikstjóri reið ekki feitum hesti frá Eddu verðlaunahátíðinni, þrátt fyrir að mynd hennar hafi fengið flestar tilnefningarnar. Það er umhugsunarvert, því ég tel að mynd hennar sé meðal hennar bestu mynda. Guðný er vaxandi leikstjóri og tekst stöðugt á hendur ný og ögrandi verkefni. Það má reyndar einnig velta fyrir sér þeirri furðulegu staðreynd, að Astrópía fékk nánast engar tilnefningar, þrátt fyrir að vera best sótta íslenska myndin í ár. Vantar e.t.v. raunveruleikatengingu hjá Eddunni?
Guðný er vel að bjartsýnisverðlaununum komin. Við áttum samleið um hríð á 10. áratugnum, hún var þá bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og ég embættismaður hjá sveitarfélaginu. Einstaklega gott að vinna með henni, og það er að ég hygg á engan hallað þótt ég segi að hún er sannarlega vel að þessum verðlaunum komin.
Til hamingju með verðlaunin Duna!
Guðný Halldórsdóttir fékk bjartsýnisverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eddan er, því miður, ekki dómbær á ágæti íslenskra mynda. þetta þykist ég vita af eigin reynslu. Ég vann í "bransanum" hér áður og hef fengið áróðurs e-mail og sms frá aðstandendum sjónvarpsefnis sem hefur verið tilnefnt til eddunnar. Ég hef aldrei getað fengið af mér að kjósa enda hef ég yfirleitt ekki séð allar myndirnar/þættina sem hafa verið í boði. Hvernig á maður þá að vera dómbær í símakosningu. Sjálfsagt væri best að láta veglega nefnd fagaðila og áhugafólks vera dómara í þessari uppskeruhátíð kvikmyndagerðamanna. þangað til að úrvinnslu er breytt verður ekkert að marka verðlaunin.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.