Minnkum svifrykið í vetur - notum ónegld dekk

Nú þegar októbermánuður líður senn til enda með öllum sínum rigningardögum hillir loks undir veðrabreytingu.  Það þykir víst flestum nóg komið með alla rigninguna, og hlakka því til helgarinnar þegar veður hér á suð-vesturhornina á að batna til muna.  Það verður að vísu kaldara, en þurrt og bjart.

Svifryksmengun hefur aukist undanfarin ár í Reykjavík.  Þegar veður er stillt, þurrt og logn, spæna nagladekkin undir bílunum malbikið upp og svifryksagnirnar svífa um loftið með tilheyrandi slæmum afleiðingum.  Reykjavíkurborg hefur rekið áróður fyrir því undanfarin misseri að minnka notkun nagladekkja, enda fækkar sífellt þeim tilvikum sem þau eru nauðsynleg.  Með öflugum snjómokstri og hálkueyðingu er unnt að komast leiðar sinnar all flesta daga á ónegldum vetrardekkjum.  Flestir nýrri bílar eru þar að auki útbúnir ABS bresmum og spólvörn, sem eykur enn á akstursfærni bílanna.

Það er til tiltölulega litlum hagsmunum fórnað fyrir mikla með því að hafa vetrardekkin ónegld.  Við sem höfum ekið á ónegldum vetrardekkjum mörg undanfarin ár vitum að það er alveg jafn auðvelt fyrir okkur að komast leiðar okkar á veturna eins og alla hina sem eru með naglana í dekkjum.  Nú er bara að láta umhverfið njóta vafans, og leggja sitt af mörkum með því að sýna gott fordæmi og sleppa nöglum í dekkjum hér eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband