23.10.2007 | 08:26
Persónuleikapróf - magnaðar niðurstöður
Það er bæði skemmtilegt og áhugavert að stunda MBA námið, og velta fyrir sér ýmsum hliðum fræðanna. Nú er að ljúka námskeiði sem fjallar um skipulagsheildir og stjórnun, þar sem fjallað er um stjórnun í víðum skilningi, t.d. mannauðsstjórnun, breytingastjórnun, viðskiptasiðferði, stjórnunarstíla o.m.fl.
Í síðasta tímanum var m.a. fjallað um ákvarðanatöku og atferli í fyrirtækjum. Kennari okkar benti okkur fyrir tímann á persónuleikapróf kennt við Meyers - Brigg, og flestir í hópnum fundu prófið á netinu og tóku það sér til gamans. Niðurstöðurnar voru síðan skoðaðar í tímanum af hópnum sameiginlega.
Áður en að þessum tíma kom höfðu nokkrir einstaklingar í MBA hópnum lagt til að kosin yrði stjórn hópsins, nokkurs konar hagsmuna- og félagsráð nemendahópsins. Ákveðið var að allir skyldu skrifa 3 nöfn á blað, og þeir sem efstir voru í kjörinu yrðu tilnefndir sem stjórn hópsins. Niðurstöðurnar voru kynntar s.l. laugardag, þ.e. sama dag og fjallað var um ákvarðanatöku og atferli. Þá kom hið merkilega í ljós, að 6 efstu einstaklingarnir í kjörinu voru allir með sömu niðurstöðu úr persónuleikaprófinu! Tilviljun? A.m.k. sagði kennari okkar að þessi niðurstaða kæmi sér ekki á óvart.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.