22.10.2007 | 11:15
Tímastjórnun - aðferð til árangurs
Fyrisögnin er fengin að láni hjá góðum vini mínum, Thomasi Möller. Hann hefur skrifað bók um tímastjórnun, hann er einnig höfundur dagbókar Odda sem margir eiga, og inniheldur mörg góð ráð um tímastjórnun, markmiðasetningu og aðrar aðferðir til að ná árangri. Þar að auki hefur Thomas haldið fjölmörg námskeið um tímastjórnun og stjórnun almennt.
"Ég hef tekið eftir því að þeir sem ná árangri nýta tíma sem aðrir sóa" á Henry Ford eitt sinn að hafa sagt. Þetta eru án efa orð að sönnu. Herbert von Karajan sagði einhvern tíma að "þeir sem náð hafa öllum sínum markmiðum hafa sett þau of lágt". Mannskepnan þarf stöðugt að takast á við ný verkefni, og fyrir marga er nauðsynlegt að þau séu bæði örgrandi og krefjandi. "Fólk sem nær árangri setur sér skýr, skrifleg markmið" skrifar Brian Tracy í einni af bókum sínum. Thomas segir í dagbókinni góðu að markmiðin þurfi að vera SMART - þ.e. Skýr, Mælanleg, Aðgerðatengd, Raunhæf og Tímasett.
Ég hvet alla til að velta fyrir sér mikilvægi markmiðasetningar og góðrar tímastjórnunar. Þeir sem sinna því vel eru líklegri en aðrir til að ná langt í lífinu, lifa innihaldsríku og gefandi lífi, auk þess sem þeir eru líklegri til að búa við góða heilsu og hamingju. "Lifðu eins og þú munir deyja á morgun - lærðu eins og þú munir lifa til eilífar". Lífið er stórkostlegt.
Athugasemdir
Góður punktur Ásgeir! Sérstaklega fyrir önnum kafinn þingmanninn...
Birkir Jón Jónsson, 22.10.2007 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.