21.10.2007 | 18:03
Sunnudagspistillinn - Noni safinn
Um ár og aldir hefur Noni ávöxturinn vaxið í hitabeltinu. Fræðiheitið er "Morinda citrifolia". Fyrirtækið Tahitian Noni Internatioan (www.tni.com) er leiðandi í framleiðslu Noni ávaxtasafans. Það var stofnað árið 1996, og er með höfuðstöðvar sínar í Utah fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mjög hraður, og ekkert lát virðist vera á aukningu í umsvifum.
Hvað er það sem gerir þennan ávöxt eftirsóttan og hvers vegna eru margir að neyta safans? TNI stendur fyrir umfangsmiklum rannsóknum á eiginleikum safans. Það sem m.a. hefur komið á daginn er að hann hefur góð áhrif til lækkunar kólesteróls, styrkir ónæmiskerfið, eykur orku og líkamlegt atgervi og inniheldur s.k. andoxunarefni (bráavarnarefni, e:antioxidants). Margir einstaklingar sem neyta safans reglulega finna fyrir jákvæðum áhrifum, svo sem bættu úthaldi, aukinni vellíðan almennt, fá sjaldnar umgangspestir og fleira í þeim dúr.
Framleiðsluvörur TNI eru einungis seldar í beinni markaðsfærslu, maður á mann. TNI starfrækir reyndar "Life Style Cafées" á nokkrum stöðum í heiminum, þar sem hægt er að fá mat og drykk sem innilheldur afurðir unnar úr þessum magnaða ávexti. Með því að fara inn á heimasíðu TNI kemst maður í samband við dreifingaraðilana hér á Íslandi, sem sjá síðan um framhaldið, hvort heldur sem viðkomandi vill kaupa safann og/eða gerast dreifingaraðili.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 22.10.2007 kl. 10:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.