Þröngsýnir unggæðingar

Það er með ólíkindum hversu þröngsýnir hinir ungu sjálfstæðismenn eru gagnvart Hörpu. Eins og venjulega þegar eitthvað er gert á vegum hins opinbera rísa þeir upp á afturlappirnar og gjamma einhver ósköp. Harpa er líklegast mesta og besta þjóðþrifamál sem komist hefur til framkvæmda hin síðari ár. Ekki skemmir fyrir að í tengslum við hina glæsilegu ráðstefnuaðstöðu skuli eigi að byggja 5 stjörnu hótel - nokkuð sem mun opna nýja möguleika svo um munar í verðmætri ferðaþjónustu.
mbl.is Harpa botnlaus hít
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ok! Og þú ert hvað Rekstrarhagfræðingur? Sem sagt algjör fáviti eftir skólagönguna þína! Trúir þú því að þetta muni skapa tekjur??? Helduru að þetta sé e h sem fólk mun horfa til í London eða París og vilja koma til að sjá? þú ert fáviti eins og margir aðrir. Núna skalt þú velta því aðeis fyrir þér hvað þetta er búið að kosta og hvað búið er að skera niður í heilbrigðis og mentamálum,löggæslu og samgöngumálum og ef þú ert ekki að ná þessu eftir það þá skaltu fara aftur í skólann þinn og reyna að læra betur.

óli (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 23:37

2 identicon

Það er alveg ótrúlegt að þegar einhver þorir að taka upp hanskann fyrir Hörpuna (sem er ekki mjög oft) þá þurfa alltaf að koma einhverjir sem rakka allt niður með skítkasti og ómálefnalegheitum, eins og hér að ofan.  Fólk kallað fávitar, vitleysingar, "elíta" og ég veit ekki hvað og hvað.  Ég er bara nokkuð sammála þér Ásgeir, Harpan er glæsilegt hús með fjölmarga möguleika og hatur SUS-ara og fleiri á tónlistarhúsinu, Sinfóníunni o.fl er frekar einkennilegt.  Það er pakkað á nánast hverja tónleika sem haldnir eru í húsinu og ef fólk heldur enn að það sé bara ákveðinn hópur hefðarfólks sem mætir á þá viðburði þá skjátlast því!

Skúli (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 01:22

3 identicon

Að byggja Hörpuna var galið! Ég legg til að við leyfum Huang Nubo að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, og hann fái Hörpuna í kaupbæti (auðvitað með lánum tengd henni).

olkr@simnet.is (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 10:14

4 identicon

Það var alger geggjun að byrja að byggja þennan óskapnað sem Harpan er.Þessi óskapnaður á eftir að vera okkur rosalega dýr og það er ekki séns að þetta eigi eftir að borga sig

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 11:21

5 identicon

Ég er þvert á móti mjög málefnalegur. Að það skuli vera til fólk sem samþykkir þetta helvíti á meðan allt er skorið inn að beini er með ólíkindum. Að byggja svona hús hefði verið í lagi ef ekki væri verið að skera allt niður sem máli skiptir. þetta er álíka geðveiki eins og ættla að taka bílalán upp á 6 millur verandi ný búinn að missa vinnuna. Enn það er nú e h sem einn og einn FÁVITI er að gera!

óli (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband