Færsluflokkur: Matur og drykkur
27.11.2007 | 23:04
Eldaðu maður! - Frábær kokkabók fyrir okkur karlana
Sá hinn sami Thomas og bauð mér á Kim Larsen tónleikana (sjá síðustu færslu) kom heldur betur færandi hendi þegar við hittumst fyrir tónleikana. Á dögunum kom nefnilega út bók eftir hann sem heitir "Eldaðu maður!" - undirtitillinn er "alvöru matreiðslubók - fyrir alvöru karlmenn". Bókina skrifaði hann eftir að hafa sótt námskeið í matseld hjá Námsflokkum Reykjavíkur.
Þetta er ansi góð bók - sérstaklega fyrir þá sem ekki eru vanir að elda mat. Hún gefur innsýn í eldamennskuna á einfaldan og skilmerkilegan hátt, og ekki er annað að sjá en uppskriftirnar séu býsna girnilegar. Að ekki sé nú talað um hugmyndaauðgina í nafngiftunum. Hér eru nokkur dæmi: Klókar kjúklingabringur - Tikkandi Tikka Masa kjúklingur - Kjúklingur í klípu - Spaghettí brellumeistarans - Poppaður Plokkfiskur - Möllers Möndlusilungur - o.s.frv.
Hér er sennilega komin býsna ákjósanleg jólagjöf fyrir eiginmanninn, kærastann, soninn, tengdasoninn, pabbann, tengdapabbann,afann ..... Útgefandi er Salka. Mæli með henni - ekki spurning!
22.11.2007 | 00:21
Ryanair hefur sölu á heilsudrykk frá Tahiti um borð í vélum sínum
Ég hef áður minnst á Noni ávaxtasafann frá Tahiti hér á síðunni. Um er að ræða safa úr samnefndum ávexti sem vex þar syðra, og hefur verið notaður í safa um aldir að því að talið er. Safinn er talinn hafa góð áhrif m.a. á ónæmiskerfið, innihalda andoxunarefni sem eru manninum gagnleg, talinn hafa áhrif til lækkunar kólesteróls, ásamt því að hafa yfirleitt góð áhrif á mannskepnuna.
Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur nú tekið þá ákvörðun að selja TaHiro drykkinn "Vitalise" um borð í vélum sínum, en þessi drykkur inniheldur þennan merka safa. Vörur þessar eru almennt ekki seldar öðru vísi en í beinni markaðsfærslu, ef frá eru talinn nokkur lífsstílskaffihús í heiminum sem rekin eru af Tahitian Noni. Ryanair flytur u.þ.b. 55 miljónir farþega með vélum sínum árlega, svo hér verður heldur betur breyting á aðgengi fólks að þessari vöru.
Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögðin verða. Samdóma álit alls megin þorra þeirra einstaklinga sem neyta Noni safans eða afurða sem innihalda hann er að neysla safans hafi góð og jákvæð áhrif á viðkomandi. Margir finna fyrir aukinni vellíðan, betra úthaldi, betri svefn og almennt betri líðan. Nú er bara að prófa fíneríið næst þegar þið, kæru lesendur, takið ykkur far með Ryanair.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2007 | 18:03
Sunnudagspistillinn - Noni safinn
Um ár og aldir hefur Noni ávöxturinn vaxið í hitabeltinu. Fræðiheitið er "Morinda citrifolia". Fyrirtækið Tahitian Noni Internatioan (www.tni.com) er leiðandi í framleiðslu Noni ávaxtasafans. Það var stofnað árið 1996, og er með höfuðstöðvar sínar í Utah fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mjög hraður, og ekkert lát virðist vera á aukningu í umsvifum.
Hvað er það sem gerir þennan ávöxt eftirsóttan og hvers vegna eru margir að neyta safans? TNI stendur fyrir umfangsmiklum rannsóknum á eiginleikum safans. Það sem m.a. hefur komið á daginn er að hann hefur góð áhrif til lækkunar kólesteróls, styrkir ónæmiskerfið, eykur orku og líkamlegt atgervi og inniheldur s.k. andoxunarefni (bráavarnarefni, e:antioxidants). Margir einstaklingar sem neyta safans reglulega finna fyrir jákvæðum áhrifum, svo sem bættu úthaldi, aukinni vellíðan almennt, fá sjaldnar umgangspestir og fleira í þeim dúr.
Framleiðsluvörur TNI eru einungis seldar í beinni markaðsfærslu, maður á mann. TNI starfrækir reyndar "Life Style Cafées" á nokkrum stöðum í heiminum, þar sem hægt er að fá mat og drykk sem innilheldur afurðir unnar úr þessum magnaða ávexti. Með því að fara inn á heimasíðu TNI kemst maður í samband við dreifingaraðilana hér á Íslandi, sem sjá síðan um framhaldið, hvort heldur sem viðkomandi vill kaupa safann og/eða gerast dreifingaraðili.
Matur og drykkur | Breytt 22.10.2007 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)