Færsluflokkur: Enski boltinn

Jafntefli í grannaslag

Það eiga nú sjálfsagt fæstir sem þekkja mig von á því að ég fari að tjá mig um íþróttir.  Nema ef vera kynni um úrslit á innanfélagsmóti Skíðadeldar KR í Skálafelli.  Þar er hins vegar enginn snjór um þessar mundir. 

Þar sem ég er sem sagt staddur í Newcastle finnst mér tilhlýðilegt að fjalla um grannaslaginn sem hér átti sér stað í dag, þegar heimamenn skruppu suður yfir fljót og heimsóttu nágrannana í Sunderland.  Þetta var víst hörku leikur, en hann endaði með jafntefli, 1-1.  Það voru heimamenn í Sunderland sem opnuðu markareikninginn, þegar Danny Higginbothan skoraði á 52. mínútu.  Gestirnir frá Newcastle brugðust við af ákveðni, og 13 mínútum síðar jafnaði James Milner metin, og reyndust mörkin ekki fleiri í þessum leik. 

Það vakti athygli fjölmiðla hér um slóðir að eigandi Newcastle liðsins, Mike Ashley, mætti á völlinn til að styðja við bakið á sínum mönnum.  Að þessu sinni ákvað hann að vera meðal stuðningsmannanna, fyrir aftan annað markið, íklæddur treyju nr. 17 eins og hann gerir oftast á leikjum liðsins.  Forsvarsmenn Sunderland höfðu víst nokkrar áhyggjur af því að nærvera eigandans meðal stuðningsmannanna gæti valdið vandræðum, en allt virðist þetta hafið gengið áfallalaust fyrir sig. 

Tyne áin liðast fallega áfram hér utan við gluggann, það er ekki amalegt að horfa yfir á upplýsta Millenium brúna, eitt af glæsilegri mannvirkjum þessarar fyrrum kolaborgar, sem nú einkennist af mikilli uppbyggingu, iðandi mannlífi og fallegum byggingum.gateshead01


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband