Meinhornið - nöldur og tuð

Mér finnst Íslendingar stundum miklir smáborgarar og heimóttalegir svo ekki sé meira sagt. Hverjar eru nú aðalfréttirnar þessa dagana?

  • Nokkrir sjálfskipaðir töffarar á vörubílum taka sér völd sem ekki nokkurt einasta lýðræðislegt nútímasamfélag mundi láta viðgangast. Hverju eru þeir að mótmæla? Erlendum verðhækkunum og veikingu gengis. Svo finnst þeim allt í lagi að stífla allar samgönguæðarnar, svarið sem forsprakkinn gaf aðspurður að því hvort þetta hefði ekki hættu í för með sér: "Lífið er alveg stórhættulegt"
  • Verktaki fór á hausinn fyrir mörgum mánuðum og hvarf frá hálfkláruðu verki á Reykjanesbrautinni. Síðan þá er hvert óhappið á fætur öðru, nokkrir búkkar og blikkljós eru settir upp til að beina umferðinni fram hjá þrengingum allan veturinn.
  • Ein af mest lesnu fréttunum á mogganum í dag er að nú sé búið að finna sökudólginn við andremmu.

Það vantar uppbyggilegar umræður um það sem skiptir máli. Uppbyggilega samfélagsábyrga umræðu t.d. um framtíð borgarinnar, lausn á umferðavandanum, áherslur í skipulagsmálum og almennt um mál sem skipta okkur máli sem hér búum og störfum.

 Er ekki rétt að lyfta umræðunni upp á ögn hærra plan? (eins og skáldið sagði forðum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góður pistill Ásgeir. Mér finnst það með ólíkindum ef þeir ætla að loka öllum æðum til og frá Reykjavík á föstudaginn. Finnst umræðan um flugið á leiðtogafund NATÓ vera svipaðs eðlis, á frekar lágu plani. Pólitíkin er oft skot og skætingur, að reyna að fella keilur með ódýrum meðulum. Mbk,  G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.4.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er góð hugvekja.

Heidi Strand, 10.4.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 10.4.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Æ, hvað ég er eitthvað sammála þér... þótt seint sé! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.4.2008 kl. 00:35

5 identicon

Bílstjórarnir leggja alla sína orku í loka götum í Reykjavík til að berjast gegn álögum ríkisins á eldsneyti, þar sem litlu verður breytt.  Að mínu viti eiga þeir að snúa sér alfarið að dellunni með hvíldartímann og hvíldarstaðina.  Það mætti gera þannig að þeir stöðvi þessa stóru dreka sína þar sem þeir eru staddir, þegar kemur að lögbundnum 45 mínútna hvíldartíma.  Engu máli þótt þeir stansi hálftímanum fyrr, eða laumist jafnvel áfram 15 mínútum lengur en lögin leyfa.  Það er nefnilega enginn staður við hringveginn þar sem hægt er að leggja stórum bílum án þess að það skapi stórhættu.  Vissulega getað þeir komið við í vegasjoppunum, ef þeir hafa lyst á hamborgurum og frönskum sem yrði gjald fyrir stoppið, en ég tel útilokað að sjoppueigendur sætti sig við það til lengdar að bílaplönin þeirra fyllist af bílum sem taka 60 fermetra hver, án þess að viðskipti komi á móti.

Frá því að við hjónin fórum að ferðast um landið fyrir tæpum 40 árum höfum við viljað hafa með okkur nesti, kaffi í brúsa og brauð í boxi, stoppa svo á fallegum stað og njóta nestis og útsýnis.  Fljótlega kom í ljós að þetta var ekki hægt, því hvergi var hægt að leggja bílnum nema í vegkantinum.  Ég sé ekki að ástandið hafi skánað.

 Hörður

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband