Góð tíðindi að vestan

Það er í raun synd að eyða kröftunum hjá báðum þessu frambærilegu einstaklingum í karp hvort við annað. Með því að sameina kraftana og fara bæði í framboð hljóta þau að eiga sigurinn vísan í haust í baráttunni við frambjóðanda repúblikana. Með þessi tvö í embætti forseta og varaforseta munu þau skrá mikilvægan áfanga á spjöld sögunnar og um leið mun tiltrú heimsbyggðarinnar aukast að nýju á stjórnvöld í Bandaríkjunum. Vonandi verður það gæfuskref fyrir heimsbyggðina að fá í embætti forseta og varaforseta þessa voldugasta ríki heims einstakling af öðrum kynþætti en þeim hvíta og konu. Næstum því of gott til að vera satt.
mbl.is Útilokar ekki framboð með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Condolisu Rice?!! Hjálp, m.a.s. Repúblikkanar eru sammála um að hún sé ekki starfi sínu vaxin, hvað þá sem forseti. Væri vissulega skárri en G.W., en það segir jú ekkert. 299,999,999 bandaríkjamanna væru hæfir út frá þeim forsendum.

Guðmundur Auðunsson, 10.3.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband