Leiðtogar og stjórnendur

Ég sótti áhugaverðan fyrirlestur í dag hjá Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni, lektor í mannauðsstjórnun við Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Hann fjallaði þar um stjórnendur og leiðtoga, og þá þætti í fari leiðtoga sem stjórnendur sækjast eftir.

Það var margt áhugavert sem kom fram í fyrirlestri Gylfa. Stjórnendur eru ekki endilega leiðtogar, og leiðtogar ekki endilega stjórnendur. Inn í þessa umræðu blandast oft frumkvöðlar sem heldur er ekkert sjálfgefið að séu leiðtogar né stjórnendur. Stjórnendur og leiðtogar eiga margt sameiginlegt, en það eru að mati Gylfa fleiri þættir sem þessir tveir hópar eru frábrugðnir hvorir öðrum. Í sem allra stysta máli og einfaldaðri útgáfu má segja að leiðtoginn sé sá sem "býr til" framtíðarsýn og stefnu sem þarf til að tryggja breytingar í skipulagsheildum, kemur þeirri sýn áleiðis til starfsmanna, vekur hollustu, skapar liðsheild og bandalag með málstað. Stjórnandinn er hins vegar í því hlutverki að hanna t.d. hvatakerfi, metur frammistöðu og stýrir fólki inn á rétta braut þegar frávik verða. Einkenni leiðtoga umfram stjórnendur er e.t.v. það að þeir ná "umfram" árangri með því að hrífa fólk með sér tíl góðra verka. Þeim tekst að virkja starfsmenn, miðla framtíðarýn, leysa ágreining, skapa liðsheild, hvetja, veita umboð til athafna og skapa lærdómsumhverfi. Þetta eru þeir eiginleikar leiðtoga að mati Gylfa sem stjórnendur sækjast eftir. Góð samlíkingin  sem einnig kom fra hjá Gylfa: stjórnandinn stjórnar með sverði en leiðtoginn með sprota. Einkenni stjórnunarstíls leiðtoga er nærgætni, hvatning og persónutöfrar.

Þessi fyrirlestur gaf tóninn um það sem við í MBA náminu eigum í vændum, því síðari hluta vorannar verður námskeið í mannauðsstjórnun sem Gylfi mun kenna. Spennandi tímar framundan á skólabekknum góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband