Frábær frammistaða

Strætóbílstjórar eru upp til hópa frábært fólk. Þeir sinna starfi sínu oft við erfiðar aðstæður og kemur þar margt til. Þeim er ætlað að aka samkvæmt tímaáætlun óháð ytri aðstæðum, svo sem færð og umferðarálagi. Þeir þurfa að eiga við einstaklinga í misjöfnu ástandi, þótt svo auðvitað séu farþegar í strætó upp til hópa ákaflega viðkunnalegt og þægilegt í samskiptum. Þeir þurfa svo að sinna farmiðasölu, innheimta fargjald, sinna fjarskiptum og fleira mætti telja. Þar að auki gera farþegarnir þær kröfur til vagnstjóranna að þeir séu í góðu skapi, þjónustulundaðir, liprir og þægilegir. Síðast en ekki síst er gerð krafa um mjúkan, þægilegan og öruggan akstur.

Það er eins og hvíli stundum einhver álög á starfsemi Strætó bs., fjölmðilar og almenningur virðist oftar en ekki vera tilbúnir að beina spjótum sínum og gagnrýni á starfsemina, og oftast er stutt í alhæfingar. Það hefur allt sín áhrif á starfsemina og starfsmennina. Þeir eru því ekki öfundsverðir og sinna starfi sínu vægast sagt oft við erfiðar aðstæður.

Það er ánægjulegt að loks skuli birtast jákvæð og uppbyggileg frétt frá þessu þjakaða fyrirtæki. Frammistaða vagnstjórans er til fyrirmyndar í alla staði, hún á heiður skilinn fyrir snör handtök og rétt viðbrögð. Væri ekki rétt að sæma hana viðurkenningu fyrir afrekið?


mbl.is „Þetta var ekki auðvelt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek allshugar undir þessi sjónarmið þín Ásgeir. Því miður eru þessi mikilsverðu störf illa launuð, oft þurfa vagnstjórar að sitja fastir í umferðinni vegna þess að mikill skortur er á forgangsakreinum fyrir vagnana í umferðinni.

Eitt er það sem mér finnst aðfinnsluvert sem notandi strætisvagnaþjónustu: umgengni margra farþega er mjög ámælisverð og einkennist af miklu kæruleysi. Margir farþegar einkum ungt fólk setur foruga skóna sína upp í sætin einkum þau gagnstæð sæti rétt aftan við hjól vagnsins. Þessi sæti eru oft mjög skítug og það kostar heilmikla fyrirhöfn að þrífa þau af starfsmönnum Strætó við að halda þeim hreinum.

Þá eru margir vægast sagt mjög kærulausir með rusl og dagblöðin sem er fleygt á gólfið en ekki í þar til gerða rusladalla sem eru í vögnunum.  Spurning hvernig sömu draslarar ganga um heima hjá sér?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2008 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband