Lítil sem engin umræða um nýja loftslagsskýrslu

Á dögunum var kynnt lokaútgáfa skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna.  Það er umhugsunarvert hversu lítil umræða er um þessa skýrslu og útkomu hennar.  Megin niðurstaða skýrslunnar er að hlýnun andrúmsloftsins af mannavöldum er staðreynd.  Það þarf því væntanlega enginn að velkjast lengur í vafa um hvert stefnir, og af hvaða völdum.

Margir eru þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að grípa til róttækra ráðstafana, og vísa í því sambandi til aðgerða af hálfu hins opinbera.  Það sem skiptir hins vegar öllu máli er að sýna ábyrga hegðun - allt skiptir máli.  Það er lítið á því að græða t.d. að gefa frítt í strætó ef fólk heldur áfram að keyra bílinn eftir sem áður. 

Ég fékk sendan áhugaverðan hlekk á myndband þar sem einstaklingur tekur sig til og útskýrir á einfaldan hátt hvernig mál eru vaxin, og hvaða valkostir eru stöðunni.  Hvet alla til að líta á myndbandið, og senda það áfram til vina og kunningja.  Hér er slóðin:  http://www.youtube.com/watch?v=bDsIFspVzfI

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband