Valborgarmessa

1. maí er merkilegur dagur fyrir margra hluta sakir. Þekktastur er hann fyrir að vera alþjóðlegur baráttudagur verkamanna. Í heiðnum sið var þessi dagur gjarnan haldinn hátíðlegur sem n.k. sumardagurinn fyrsti. Í kristnum sið hefur hin heilaga Valborg fengið þennan dag sér til heiðurs. Í Svíþjóð er hann jafnan haldinn hátíðlegur, þó einkum daginn áður á "Valborgsmässafton". Á námsárunum í Uppsölum var gaman að vera þennan dag, því nákvæmlega kl. 15 gekk rektor fram á svalir háskólabókasafnisins þar sem mannfjöldinn hafði safnast saman. Allir höfðu með sér stúdentshúfuna sem þeir settu upp um leið og rektorinn gerði slíkt á svölunum. Að því búnu hlupu allir eftir Drottningagötu niður að Fyrisánni, sem rennur í gegnum borgina miðja. Dagurinn var yfirleitt tekinn snemma á þessum hátíðisdegi stúdenta, fólk safnast saman víða um bæinn og fær sér síld, öl og snaps. Svo er dansað og sungið fram eftir nóttu. Notalegar þessar minningar sem rifjast upp á þessum degi.

Það fer vel á því að láta fylgja með skilgreiningu vina okkar og frænda í Færeyjum á þessum merka degi: Valborgarmessa er 1.mai. Dagurin eitur eftir einari Valborg, ið var borin í heim í Wessex í Onglandi ár 710 og doyði 25. februar 779. Hon var kosin halgimenni 1. mai 779, og hesin dagur er minnisdagur hennara í Norðurlondum. Í katólsku kirkjuni er tað tó deyðsdagur hennara, 25. februar, ið verður minnisdagur. Møguliga er upprunin til dagin ein várfagnaður, sum í víkingatíð hevur verið hildin umleið 25. februar. Dagurin verður so helst fyrst knýttur at deyðsdegi Valborgar, og eftir at hon er kosin halgimenni 1. mai, flytur fagnurin til henda dag. Í Svøríki verður dagurin hildin sum studentadagur, og í Finnlandi verður dagurin hildin við fagnaði, ið svarar til nýggjársaftan. (Heimild: Wikipedia)

Til hamingju með daginn góðir hálsar, til sjávar og sveita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Uppsala var dásemdarveður þennan dag. Nú er auk þess meira um að vera en "í gamla daga". Kl 10 er farið á alls konar flekum niður Fyrisána (http://www2.unt.se/avd/1,1786,MC=6-AV_ID=749885,00.html). Það merkilega gerðist í ár að fólk gleymdi(?) að hlaupa niður að ánni eftir að hafa sett upp húfurnar. Sumir gengu þó hægt og rólega niður Drottningargötuna eftir að hafa tekið sér góðan tíma í Karolinabacken. Það þarf að sjá til þess næsta ár að gamli siðurinn haldist við líf. En kannski var það hið frábæra veður sem gerði fólkið svona afslappað svo það sat rólegt og naut lífsins eins og við með kaffibolla á miðri Drottningargötunni og beið eftir skrúðgöngunni. Kvöldið endaði svo við brennuna að hefðbundnum hætti eftir góðan kvöldverð með fjölskyldu og vinum.

Kærar kveðjur frá Möggu og Conny í Uppsala

Magga (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband