Formannsþankar Stefnis

Eitt af áhugamálum mínum er kórsöngur.  Ég hef verið félagi í Karlakórnum Stefni til margra ára, þar fær maður að kljást við raddaðan söng og vera um leið í góðum félagsskap.  Eins og gengur og gerist með mörg félagasamtök er sífellt verið að brydda upp á nýjungum varðandi fjáröflun, og gengur misvel. 

Nýlega bauðst okkur Stefnismönnum að mæta á áhorfendapallana í skemmtiþætti Sjónvarpsins nokkur laugardagskvöld í röð, gegn því að fá nokkrar krónur á haus fyrir hvern sem mætti.  Málið var borið undir félagsmenn, fyrst í tölvupósti og síðan á kóræfingu, en fékk dræmar undirtektir. 

Formaður okkar sem jafnframt er hagyrðingur ágætur samdi af þessu tilefni og sendi okkur í tölvupósti í kvöld:

Upp hefur komið sá kvittur

að hver og einn Stefnistittur

afþakki teiti

í Efstaleiti

þótt bjóðist þeim bjór og snittur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta´ er orðstýr sem aldregi deyr

þótt alþjóð heyri´ ekki meir.

Á Íslandi´ er kór

sem afþakkar bjór!!

Amen.  Aumingja þeir.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband